Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2018 13:00 Einn undir 40 ára aldri deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. Ýmsir hafa stigið fram og fullyrða að um faraldur sé að ræða og furða sig á aðgerðarleysi sem þeir þykjast greina hjá heilbrigðisyfirvöldum. fréttablaðið/ernir „Ég fullyrði að ríkisstjórnin sæti nú á neyðarfundi að ræða þessa óbærilegu dánartíðni ef sjúkdómurinn héti eitthvað annað en fíknsjúkdómur,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ. Arnþór ritar stuttan pistil á heimasíðu SÁÁ sem hefur vakið nokkra athygli. Þar leggur hann út af kvikmyndinni „Lof mér að falla“, sem Arnþór segir áhrifamikla endursögn á vímuefnaneyslu og sorgleg örlög tveggja stúlkna. En, eitt er bíó annað er dauðans alvara.Einn deyr á níu daga fresti „Fíknsjúkómurinn er alvarlegur. Sá sem fær slíka læknisfræðilega greiningu verður að taka niðurstöðunni alvarlega. Óábyrgar raddir í okkar samfélagi sem tala eins og hér sé ekki um sjúkdóm að ræða heldur eitthvað annað, enduróma bæði fordóma og þekkingarleysi.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ spyr hvað það sé sem fólk ekki skilji?Kvöldfréttir Stöðvar 2Það sem af er þessu ári 2018, hafa 27 einstaklingar yngri en 40 ára, með læknisfræðilega greiningu um fíknsjúkdóm, látist hér á landi – með öðrum orðum þá deyr einn yngri en 40 ára á níu daga fresti. Hvað er það sem fólk skilur ekki varðandi sjúkdómsgreininguna?“ spyr Arnþór.Ég fullyrði að ríkisstjórnin sæti nú á neyðarfundi að ræða þessa óbærilegu dánartíðni ef sjúkdómurinn héti eitthvað annað en fíknsjúkdómur. Fjöldi sjálfsvíga sem flokka má með þessum hætti er þannig svipaður og í fyrra, ívið meiri, en þá vakti Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, athygli á þróuninni. Greindi hann verulega aukningu í sjálfsvígum ungmenna sem eiga við fíknivanda að stríða. Arnþór segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki brugðist við alvarlegum ábendingum SÁÁ. Fjármagn til meðferðar sem uppfyllir gæða- og öryggiskröfur Embættis Landlæknis er skorið við nögl. Sjúkrahúsið Vogur gæti lokað 1. október hvert ár þegar búið er að vinna fyrir allan peninginn sem heilbrigðisráðuneytið skammtar.37 fallið vegna fíknar sinnar Víst er að þau hjá SÁÁ eru afar ósátt við ný fjárlög og telja stjórnvöld sýna sofandahátt gagnvart hinni miklu vá sem líkja má við faraldur. Þórarinn var í viðtali á útvarpstöðinni K100 og hann tók svo djúpt í árinni að heilbrigðisráðherra beri að segja af sér vegna málsins.Sólveig segir að ef um væri að ræða eitthvað það fyrirbæri sem héti annað en fíkn væri búið að grípa til aðgerða.Vísir/SigtryggurEin þeirra sem hefur vakið athygli á efni pistils Arnþórs er leikkonan Sólveig Arnardóttir sem segir að ef um farsótt væri að ræða sem leggðist aðallega á ungt fólk, „og það sem af er ári hefðu 37 látist af hennr völdum væri búið að blása til stórkostlegar herferðar til að ráða niðurlögum hennar! Það væri búið að virkja öll þau tæki og tól sem tiltæk eru. Það væri tekið alvarlega,“ segir Sólveig á Facebooksíðu sinni og krefst þess að málið verði tekið föstum tökum. Fjölmargir hafa tekið undir með henni á þeim vettvangi.Fullyrt að um faraldur sé að ræða Annars sem tjáð hefur sig um tengt málefni, sem eru sjálfsvíg ungs fólks, er Birgir Jónsson trymbill í hljómsveitinni DIMMU.Birgir Jónsson hefur skrifað pistil sem hefur vakið mikla athygli en þar talar hann um sjálfsvíg og fíkn ungs fólks sem hann hikar ekki við að kalla faraldur.Hann skrifaði kraftmikinn pistil sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum og má sjá hér neðar. Birgir talar, líkt og Sólveig, um faraldur. „Ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja saman hvað DIMMA er búin að spila í mörgum jarðaförum eða koma með einum eða öðrum hætti að slíkum athöfnum eftir sjálfsvíg ungs fólks eða krakka sem látist hafa úr ofneyslu, sem er eiginlega það sama. Þetta er agalegt helvíti. Faraldur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
„Ég fullyrði að ríkisstjórnin sæti nú á neyðarfundi að ræða þessa óbærilegu dánartíðni ef sjúkdómurinn héti eitthvað annað en fíknsjúkdómur,“ segir Arnþór Jónsson formaður SÁÁ. Arnþór ritar stuttan pistil á heimasíðu SÁÁ sem hefur vakið nokkra athygli. Þar leggur hann út af kvikmyndinni „Lof mér að falla“, sem Arnþór segir áhrifamikla endursögn á vímuefnaneyslu og sorgleg örlög tveggja stúlkna. En, eitt er bíó annað er dauðans alvara.Einn deyr á níu daga fresti „Fíknsjúkómurinn er alvarlegur. Sá sem fær slíka læknisfræðilega greiningu verður að taka niðurstöðunni alvarlega. Óábyrgar raddir í okkar samfélagi sem tala eins og hér sé ekki um sjúkdóm að ræða heldur eitthvað annað, enduróma bæði fordóma og þekkingarleysi.Arnþór Jónsson formaður SÁÁ spyr hvað það sé sem fólk ekki skilji?Kvöldfréttir Stöðvar 2Það sem af er þessu ári 2018, hafa 27 einstaklingar yngri en 40 ára, með læknisfræðilega greiningu um fíknsjúkdóm, látist hér á landi – með öðrum orðum þá deyr einn yngri en 40 ára á níu daga fresti. Hvað er það sem fólk skilur ekki varðandi sjúkdómsgreininguna?“ spyr Arnþór.Ég fullyrði að ríkisstjórnin sæti nú á neyðarfundi að ræða þessa óbærilegu dánartíðni ef sjúkdómurinn héti eitthvað annað en fíknsjúkdómur. Fjöldi sjálfsvíga sem flokka má með þessum hætti er þannig svipaður og í fyrra, ívið meiri, en þá vakti Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, athygli á þróuninni. Greindi hann verulega aukningu í sjálfsvígum ungmenna sem eiga við fíknivanda að stríða. Arnþór segir að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki brugðist við alvarlegum ábendingum SÁÁ. Fjármagn til meðferðar sem uppfyllir gæða- og öryggiskröfur Embættis Landlæknis er skorið við nögl. Sjúkrahúsið Vogur gæti lokað 1. október hvert ár þegar búið er að vinna fyrir allan peninginn sem heilbrigðisráðuneytið skammtar.37 fallið vegna fíknar sinnar Víst er að þau hjá SÁÁ eru afar ósátt við ný fjárlög og telja stjórnvöld sýna sofandahátt gagnvart hinni miklu vá sem líkja má við faraldur. Þórarinn var í viðtali á útvarpstöðinni K100 og hann tók svo djúpt í árinni að heilbrigðisráðherra beri að segja af sér vegna málsins.Sólveig segir að ef um væri að ræða eitthvað það fyrirbæri sem héti annað en fíkn væri búið að grípa til aðgerða.Vísir/SigtryggurEin þeirra sem hefur vakið athygli á efni pistils Arnþórs er leikkonan Sólveig Arnardóttir sem segir að ef um farsótt væri að ræða sem leggðist aðallega á ungt fólk, „og það sem af er ári hefðu 37 látist af hennr völdum væri búið að blása til stórkostlegar herferðar til að ráða niðurlögum hennar! Það væri búið að virkja öll þau tæki og tól sem tiltæk eru. Það væri tekið alvarlega,“ segir Sólveig á Facebooksíðu sinni og krefst þess að málið verði tekið föstum tökum. Fjölmargir hafa tekið undir með henni á þeim vettvangi.Fullyrt að um faraldur sé að ræða Annars sem tjáð hefur sig um tengt málefni, sem eru sjálfsvíg ungs fólks, er Birgir Jónsson trymbill í hljómsveitinni DIMMU.Birgir Jónsson hefur skrifað pistil sem hefur vakið mikla athygli en þar talar hann um sjálfsvíg og fíkn ungs fólks sem hann hikar ekki við að kalla faraldur.Hann skrifaði kraftmikinn pistil sem farið hefur víða á samfélagsmiðlum og má sjá hér neðar. Birgir talar, líkt og Sólveig, um faraldur. „Ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja saman hvað DIMMA er búin að spila í mörgum jarðaförum eða koma með einum eða öðrum hætti að slíkum athöfnum eftir sjálfsvíg ungs fólks eða krakka sem látist hafa úr ofneyslu, sem er eiginlega það sama. Þetta er agalegt helvíti. Faraldur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira