Hæpið krepputal þegar tölur sýna metfjölda ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2018 21:15 Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 1,6 milljónir ferðamanna frá áramótum, sem er 3,4 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Tölur um þetta voru birtar í fréttum Stöðvar 2. Miðað við umræðuna að undanförnu mætti stundum halda að kreppa væri skollin á í ferðaþjónustu á Íslandi. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi sýna hins vegar að þrír mikilvægustu mánuðirnir, júní, júlí og ágúst, hafa aldrei verið jafn fjölmennir eins og nú, og það sem af er ári hafa aldrei jafn margir ferðamenn heimsótt Ísland.Tölur Ferðamálastofu sýna brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmÞað hefur þó dregið úr fjölgun ferðamanna, en hún hefur verið gríðarleg undanfarin sumur; 24 prósent sumarið 2015, 31 prósent 2016, 17 prósent í fyrra en í sumar er fjölgunin 1,4 prósent. Það er þó ekkert til að bölsótast yfir, að mati ferðamálastjóra, enda er árið til þessa það besta frá upphafi í fjölda ferðamanna. „Jú, það er lítilsháttar aukning, það sem af er þessu ári, og það er ágætt. Ekki mikið, en aðeins aukning, það er rétt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Mældar eru brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Sumarið 2014, í júní, júlí og ágúst, voru þær 408 þúsund, 507 þúsund sumarið 2015, 664 þúsund sumarið 2016, talan fór í fyrra upp í 777 þúsund og þetta sumarið upp í 788 þúsund, en það er 93 prósenta fjölgun á aðeins fjórum árum. „Það þarf hins vegar að skoða þessar tölur í samhengi við aðrar tölur, og þá helst gistináttatölur. Þar erum við að sjá smásamdrátt. En allt tal um að það sé skollin á kreppa í ferðaþjónustu, það er ekki rétt.“Ferðamenn ganga um borð í farþegabát Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skarphéðinn tekur fram að því fylgi áskoranir að hafa mjög sterka krónu. Ferðamenn stoppi skemur og fari síður langt út á land. „Miðað við tölur um júlí, þá er ekki samdráttur á Suðurlandi, eða höfuðborgarsvæðinu, eða á suðausturhorninu. Hins vegar eru menn að sjá samdrátt í gistingu þar sem lengra er frá höfuðborgarsvæðinu; Austurland, Vestfirðir, Norðurland víða. Þetta er eitthvað sem er áhyggjuefni og menn þurfa að hugsa til sóknar í því sambandi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 1,6 milljónir ferðamanna frá áramótum, sem er 3,4 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Tölur um þetta voru birtar í fréttum Stöðvar 2. Miðað við umræðuna að undanförnu mætti stundum halda að kreppa væri skollin á í ferðaþjónustu á Íslandi. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi sýna hins vegar að þrír mikilvægustu mánuðirnir, júní, júlí og ágúst, hafa aldrei verið jafn fjölmennir eins og nú, og það sem af er ári hafa aldrei jafn margir ferðamenn heimsótt Ísland.Tölur Ferðamálastofu sýna brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmÞað hefur þó dregið úr fjölgun ferðamanna, en hún hefur verið gríðarleg undanfarin sumur; 24 prósent sumarið 2015, 31 prósent 2016, 17 prósent í fyrra en í sumar er fjölgunin 1,4 prósent. Það er þó ekkert til að bölsótast yfir, að mati ferðamálastjóra, enda er árið til þessa það besta frá upphafi í fjölda ferðamanna. „Jú, það er lítilsháttar aukning, það sem af er þessu ári, og það er ágætt. Ekki mikið, en aðeins aukning, það er rétt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Mældar eru brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Sumarið 2014, í júní, júlí og ágúst, voru þær 408 þúsund, 507 þúsund sumarið 2015, 664 þúsund sumarið 2016, talan fór í fyrra upp í 777 þúsund og þetta sumarið upp í 788 þúsund, en það er 93 prósenta fjölgun á aðeins fjórum árum. „Það þarf hins vegar að skoða þessar tölur í samhengi við aðrar tölur, og þá helst gistináttatölur. Þar erum við að sjá smásamdrátt. En allt tal um að það sé skollin á kreppa í ferðaþjónustu, það er ekki rétt.“Ferðamenn ganga um borð í farþegabát Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skarphéðinn tekur fram að því fylgi áskoranir að hafa mjög sterka krónu. Ferðamenn stoppi skemur og fari síður langt út á land. „Miðað við tölur um júlí, þá er ekki samdráttur á Suðurlandi, eða höfuðborgarsvæðinu, eða á suðausturhorninu. Hins vegar eru menn að sjá samdrátt í gistingu þar sem lengra er frá höfuðborgarsvæðinu; Austurland, Vestfirðir, Norðurland víða. Þetta er eitthvað sem er áhyggjuefni og menn þurfa að hugsa til sóknar í því sambandi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06
Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45
Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00
Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30