Slettið enskunni, slobbarnir ykkar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 11. september 2018 07:00 Ef menn halda að málhreinsun sé einkenni á lítilli þjóð sem geymir tungumál sitt í fáum munum og munnum þá er það mikill misskilningur. Hér á Suður-Spáni finnast ófáir sem engjast í fegurðarskyninu í hvert sinn sem viðmælandi þeirra slettir ensku. Þeir eru nefnilega til hér sem geta ekki talað um lífsleiknispekinga án þess að grípa til orðsins „coach“ og enginn gerist svo sveitalegur að tala um aðdáendur meðan hægt er að sletta enska orðinu „fans“ og svo finnst kaupmönnum og auglýsendum alveg tilvalið að nota orðið „shopping“ þetta og „shopping“ hitt þegar ýta á undir kaupkæti fólks. Barátta spænskra málhreinsunarmanna fær mig oft til að huga að samherjum þeirra á Íslandi og nú er svo komið að ég fagna bæði enskubrúkinu en ekki síður baráttunni gegn því. Eins og allir vita er það sóðaskapur að sletta jafnvel þó sumum finnst þeir vera að slá um sig með slettugangi. Þeir minna mig á sveitatöffarana sem skutu sígarettustubbum með selbita og vonuðu að kvenþjóðin fylgdist með aðförunum. Með sama móti skjóta sumir nýjum útlenskum hugtökum sem þeir telja að íslensk tunga nái ekki til. Einsog brain drain, dreddlokkar og normalísering sem enginn með óbrenglað fegurðarskyn ætti nokkurn tíma að láta sér um munn fara. En þá koma til skjalanna hreinsunarmenn sem mega ekki bregðast við með niðurrifi heldur verða að setja fram nýjung sem slær vágestinum við. Og guði sé lof fyrir slíkt fólk sem kemur með orð einsog spekileki og göndul-lokkar og sagnir eins og að venjuvæða eða hefðbinda. Eins og sjá má geta þessar hreingerningar orðið hin mesta skemmtan sem þar að auki skerpir íslenska málkennd svo endilega slettið enskunni, slobbarnir ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ef menn halda að málhreinsun sé einkenni á lítilli þjóð sem geymir tungumál sitt í fáum munum og munnum þá er það mikill misskilningur. Hér á Suður-Spáni finnast ófáir sem engjast í fegurðarskyninu í hvert sinn sem viðmælandi þeirra slettir ensku. Þeir eru nefnilega til hér sem geta ekki talað um lífsleiknispekinga án þess að grípa til orðsins „coach“ og enginn gerist svo sveitalegur að tala um aðdáendur meðan hægt er að sletta enska orðinu „fans“ og svo finnst kaupmönnum og auglýsendum alveg tilvalið að nota orðið „shopping“ þetta og „shopping“ hitt þegar ýta á undir kaupkæti fólks. Barátta spænskra málhreinsunarmanna fær mig oft til að huga að samherjum þeirra á Íslandi og nú er svo komið að ég fagna bæði enskubrúkinu en ekki síður baráttunni gegn því. Eins og allir vita er það sóðaskapur að sletta jafnvel þó sumum finnst þeir vera að slá um sig með slettugangi. Þeir minna mig á sveitatöffarana sem skutu sígarettustubbum með selbita og vonuðu að kvenþjóðin fylgdist með aðförunum. Með sama móti skjóta sumir nýjum útlenskum hugtökum sem þeir telja að íslensk tunga nái ekki til. Einsog brain drain, dreddlokkar og normalísering sem enginn með óbrenglað fegurðarskyn ætti nokkurn tíma að láta sér um munn fara. En þá koma til skjalanna hreinsunarmenn sem mega ekki bregðast við með niðurrifi heldur verða að setja fram nýjung sem slær vágestinum við. Og guði sé lof fyrir slíkt fólk sem kemur með orð einsog spekileki og göndul-lokkar og sagnir eins og að venjuvæða eða hefðbinda. Eins og sjá má geta þessar hreingerningar orðið hin mesta skemmtan sem þar að auki skerpir íslenska málkennd svo endilega slettið enskunni, slobbarnir ykkar.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun