AGS segir alþjóðlegt viðskiptastríð, olíuverð og miklar launahækkanir ógna stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2018 20:21 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur nauðsynlegt að efla Fjármálaeftirlitið og að allt eftirlit með fjármálastarfsemi verði sameinað í Seðlabanka Íslands. Almennt er sjóðurinn ánægður með þróun efnahagsmála á Íslandi. Það sé jákvætt að dregið hafi úr hagvexti og fjölgun ferðamanna. Talsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, AGS, kynntu niðurstöður sínar um stöðu íslensks efnahagslífs að lokinni árlegri tíu daga heimsókn sinni til landsins í dag. Sjóðurinn stendur við fyrri spár um mjúka lendingu eftir þensluskeið liðinna ára. Minni hagvöxtur hafi dregið úr hættu á ofhitnun og styrking krónunnar á árunum 2015 til 16 hafi hægt og bítandi dregið úr ósjálfbærri fjölgun ferðamanna. Aukið framboð á nýju húsnæði hægi á verðhækkunum á fasteignamarkaði og það sé eftirtektarverður árangur að verðbólga hafi í fimm ár verið nálægt markmiðum Seðlabankans. Ashok Bhatia aðstoðaryfirmaður AGS í Evrópu segir að engu að síður séu áhættuþættir til staðar. Það séu til að mynda áskoranir í flutningi á ferðamönnum með hækkandi eldsneytisverði og aukinni samkeppni í flugi frá miðju síðasta ári og sterk staða krónunnar. „Og það er raunveruleg áhætta, kannski lítil enn sem komið er, en enn til staðar á allsherjar alþjóðlegu viðskiptastríði. Það gæti haft áhrif á útflutningsvörum eins og áli og öðrum vörum sem Íslendingar flytja út. Þannig að það er áhyggjuefni,” segir Bhatia. Þá skapi útganga Breta úr Evrópusambandinu óvissu fyrir íslenskt efnahagslífi vegna útflutnings og fjölda ferðamanna frá Bretlandi. Niðurstaða komandi kjarasamninga ráði einnig miklu um framhaldið. „Ef sagan frá 2015 með miklum launahækkunum endurtekur sig. Hærri en framleiðsluaukningin. Mun það skaða samkeppnishæfni Íslands,” segir Bhatia. Sjóðurinn telur fjárfestingu í innviðum eins og menntun og heilbrigðisþjónustu ásamt niðurgreiðslu skulda til góða en telur að bæta þurfi eftirlit með allri fjármálastarfsemi. „Það var fjármálalífið sem ýtti Íslandi út í kreppu fyrir áratug,” minnir Bhatia á. Nú tíu árum eftir hrun ætti rökræðum um fyrirkomulag fjármálaeftirlits að ljúka og aðgerðir taka við. „Við teljum að það megi einfalda skipulag fjármálaeftirlitsins. Þá teljum við líkur á að með því að færa allt eftirlitið undir þak Seðlabankans sé góð hugmynd. Það muni straumlínulaga eftirlitið og taka meira tillit til hagfræðilegra stærða á víðum og breiðum grunni,” segir Ashik Bhatia.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira