Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 18:14 Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu. Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp um nýtt fyrirkomulag veiðigjalda á blaðamannafundi í dag. Að sögn ráðherra er með frumvarpinu leitast við að bæta úr annmörkum núverandi kerfis. Hann segir að hvorki hafi verið horft til lækkunar né hækkunar við vinnslu frumvarpsins. „Við höfum ekki verið að horfa til þess með beinum hætti. Við að sjálfsögðu reynum að meta áhrifin af þessu en meginatriðið hefur verið það að gera gjaldið sanngjarnara gagnvart þeirri sveiflu sem að oftast kemur fram í svokölluðum reiknuðum gengismun,“ segir Kristján Þór. Þannig verða útreikningar á gjaldstofni færðir nær í tíma og mun byggja á árs gömlum gögnum en ekki tæplega tveggja ára líkt og nú er. Þá verður veiðigjald eingöngu lagt á veiðar og mun þannig ekki leggjast á hagnað af fiskvinnslu auk þess sem tillit verður tekið til fjárfestinga. „Við höfum skilið vinnsluþáttinn frá og erum að reyna það vegna þess að það eru dæmi um fiskvinnslur sem hafa ekki útgerð. Útgerðin á að greiða þetta gjald og allt regluverkið miðast við það,“ útskýrir Kristján Þór. Aðspurður segir hann þetta ekki koma til með að hafa áhrif á hvað skili sér í ríkiskassann enda sé veiðigjaldið hugsað sem aðgangsgjald að auðlindinni og því sé eðlilegt að vinnslan sé undanskilin.Samþykkt af ríkisstjórn í morgun Með frumvarpinu er leitast við að draga úr flækjustigi, veiðigjaldanefnd verður lögð niður og ríkisskattstjóra falið að annast útreikning. Þá verða tegundir utan aflamarks, að frátöldum makríl, undanskildar veiðigjaldi. Þannig fækkar gjaldskildum tegundum og segir Kristján Þór það fela í sér annars vegar hvata til að sækja í ódýrari tegundir og hins vegar dragi það úr líkum á brottkasti þegar slíkar tegundir slæðast með í fengnum. Kristján Þór segir frumvarpið mjög frábrugðið frumvarpi atvinnuveganefndar sem tekist var harkalega á um við lok þingsins í vor. „Þetta er búið að fara í gegnum ríkisstjórn, þingflokkarnir eru búnir að samþykkja þetta, það er ágætis samstaða um málið, eðlilega skiptar skoðanir bara eins og gengur en ég hef engar áhyggjur af því að við náum saman um þá þætti sem kunna að koma upp í meðferð þingsins,“ segir Kristján Þór en bæði þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fengið kynningu á frumvarpinu.
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira