Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2018 14:40 Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. getty Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00