Óttast ekki að allt fari á hliðina með nýju áfengisfrumvarpi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn. Heilbrigðismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar bera með sér að einn af hverjum tuttugu láti lífið vegna áfengisneyslu. Flutningsmaður nýs áfengisfrumvarps segir að þrátt fyrir stóraukið aðgengi á síðustu árum hafi ekki orðið merkjanleg aukning í áfengisneyslu Íslendinga. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sendi á dögunum frá sér nýja skýrslu um umfang og áhrif áfengisneyslu á lýðheilsu í heiminum. Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar er að um 5 prósent af öllum dauðsföllum í heiminum árið 2016 megi rekja beint til drykkju áfengis og að Þrír af hverjum fjórum sem létu lífið vegna áfengisneyslu voru karlmenn. Um fjórðungur dauðsfallanna var tilkominn vegna ýmissa líkamlegra meiðsla, til að mynda eftir umferðarslys, ofbeldi eða sjálfsskaðandi hegðun. Um 40 prósent dauðsfallanna vegna áfengisneyslu eru rakinn til meltinga- og hjartasjúkdóma og rúmlega 22 prósent létust vegna annarra meina, líkamlegra jafnt sem andlegra, sem rakin eru beint til áfengisdrykkju. Fyrir Alþingi liggur nú lagafrumvarp um breytingar á sölu með áfengi á Íslandi, en þetta er í fimmta sinn sambærilegt mál er lagt fyrir þingheim. Frumvarpið gerir ráð fyrir að áfram verði hægt verði að fá áfengi í Vínbúðum landsins, sem og í sérverslunum með mat- og drykk en ekki stórmörkuðum og matvöruverslunum. Þá verða heimildir til að auglýsa áfengi einnig rýmkaðar, það er að segja verði frumvarpi samþykkt.Aðgengi stóraukist en neyslan ekki Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Þorsteinn Víglundsson, segir að þrátt fyrir aukið aðgengi að áfengi feli nýja frumvarpið ekki í sér stórtækar breytingar í lýðheilsumálum þjóðarinnar. „Meginmarkmið okkar í lýðheilsu eru eftir sem áður áfengisgjaldið - það er óbreytt - og hins vegar þá forvarnir og fræðsla. Í þessu frumvarpi erum við að leggja til að það verði lögð enn meiri áhersla á þann þátt,“ segir Þorsteinn. Hann segist því ekki óttast að aukið aðgengi að áfengi muni skila sér í stóraukinni áfengisneyslu þjóðarinnar. „Ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að í fyrsta lagi þá höfum við ekkert stýrt aðgengi að áfenginu. Við höfum fjölgað vínverslunum verulega sem og vínveitingarleyfum. Það hefur ekki haft þau áhrif að áfengisneysla sé hér eitthvað meira en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,“ segir Þorsteinn. Neyslan sé á pari við það sem minnst gerist á hinum Norðurlöndunum - „að teknu tilliti til hins mikla fjölda ferðamanna sem er hér á hverju ári. Þannig að nei, ég óttaðist það ekki. Það óttuðust allir að hér færi allt á hliðina þegar bjórinn var leyfður. Það þvert á móti gerðist ekki,“ segir Þorsteinn.
Heilbrigðismál Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira