Innlent

MAST rannsakar afhöfðun kjúklings

Birgir Olgeirsson skrifar
Matvælastofnun er með myndbandið til rannsóknar en þar sést maður afhöfða kjúkling með því að slá honum ofan á beittan bárujárnskannt.
Matvælastofnun er með myndbandið til rannsóknar en þar sést maður afhöfða kjúkling með því að slá honum ofan á beittan bárujárnskannt. Vísir
Sérfræðingar hjá Matvælastofnun eru með myndband til rannsóknar þar sem maður virðist afhöfða kjúkling með því að berja höfði hans á beittan kannt bárujárns.

Uppruni myndbandsins, það er að segja hvar og hvenær það var tekið hér á landi, er óljós en því hefur verið deilt á samfélagsmiðlun, meðal annars á Facebook og Snapchat, en það var gagnrýnt harðlega í Facebook-hópnum Vegan Ísland, en þeir sem eru vegan sneiða hjá öllum dýraafurðum.

Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Vísi að á sú aðferð sem maðurinn virðist nota til að afhöfða kjúklinginn sé óheimil.

Samkvæmt reglum Matvælastofnunar um aflífun alífugla skal ávallt svipta þá meðvitund áður en þeir eru afhöfðaðir.

Brigitte segir Matvælastofnun ætla að leggjast í rannsókn á myndbandinu og fá úr því skorið hvar það var tekið upp og hvenær. Þá þurfi að rannsaka aðbúnaðinn á staðnum sem er notaður þegar fuglarnir eru aflífaðir og hvort að þessi aðferð sem sést á myndbandinu hafi verið viðhöfð einu sinni eða oftar.

„Við þurfum að rannsaka betur með hvaða hætti þetta er gert,“ segir Brigitte.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en viðkvæmum er ráðlagt frá því að horfa á það. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×