Ný virkjun gæti knúið fimm þúsund rafbíla Margrét Helga Erlingsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 7. október 2018 22:18 Hægt verður að knýja fimm þúsund rafbíla með nýrri Glerárvirkjun sem var formlega gangsett á Akureyri á föstudag. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í september 2013 að virkjunin yrði reist en hún er sú fjórða sem Fallorka, dótturfélag Norðurorku, starfrækir á Eyjafjarðarsvæðinu. Virkjunin ber nafnið Glerárvirkjun 2 þar sem fyrir er í ánni nærri aldagömul virkjun sem gangsett var á ný fyrir rúmlega áratug. Sú virkjun er í miðjum bænum en hin nýja er í Glerárdal um sex kílómetra fyrir ofan bæinn. „Það er eiginlega verið að virkja fallið niður heilan dal, 240 metra fallhæð sem safnast saman á þessum sex kílómetra kafla,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku.Andri Teitsson segir að það hafi sárvantað raforku í Eyjafirði.vísir/Tryggvi PállVatnið er leitt í langri pípu frá litlu uppistöðulóni inni í dalnum og þaðan niður í bæ í stöðvarhúsi á bökkum Glerár. Virkjunin er 3,3 MW sem nægir til þess að framleiða rafmagn fyrir ríflega fimm þúsund heimili á Akureyri og segir Andri að það muni um minna. „Það kemur sér mjög vel, það hefur sárvantað rafmagn hérna í Eyjafirði,“ segir Andri. Það voru fyrrverandi starfsmenn Rafveitu Akureyrar sem fengu heiðurinn af því að koma rafmagnsframleiðslunni af stað undir vökulu auga forseta Alþingis, sem fylgdist grannt með þegar vélarnar fóru að snúast. Rafbílar njóta æ meiri vinsælda hér á landi og eru Akureyri þar ekki undanskilinn og segir Andri að með virkjuninni aukist getan til þess að styðja við frekari landvinninga slíkra bíla á Akureyri. „Það vill þannig til að einn rafmagnsbíll notar álíka mikið eins og eitt heimili þannig að við getum líka sagt að þetta dugi fyrir fimm, sex þúsund rafbíla ef því er að skipta,“ segir Andri. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Hægt verður að knýja fimm þúsund rafbíla með nýrri Glerárvirkjun sem var formlega gangsett á Akureyri á föstudag. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í september 2013 að virkjunin yrði reist en hún er sú fjórða sem Fallorka, dótturfélag Norðurorku, starfrækir á Eyjafjarðarsvæðinu. Virkjunin ber nafnið Glerárvirkjun 2 þar sem fyrir er í ánni nærri aldagömul virkjun sem gangsett var á ný fyrir rúmlega áratug. Sú virkjun er í miðjum bænum en hin nýja er í Glerárdal um sex kílómetra fyrir ofan bæinn. „Það er eiginlega verið að virkja fallið niður heilan dal, 240 metra fallhæð sem safnast saman á þessum sex kílómetra kafla,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku.Andri Teitsson segir að það hafi sárvantað raforku í Eyjafirði.vísir/Tryggvi PállVatnið er leitt í langri pípu frá litlu uppistöðulóni inni í dalnum og þaðan niður í bæ í stöðvarhúsi á bökkum Glerár. Virkjunin er 3,3 MW sem nægir til þess að framleiða rafmagn fyrir ríflega fimm þúsund heimili á Akureyri og segir Andri að það muni um minna. „Það kemur sér mjög vel, það hefur sárvantað rafmagn hérna í Eyjafirði,“ segir Andri. Það voru fyrrverandi starfsmenn Rafveitu Akureyrar sem fengu heiðurinn af því að koma rafmagnsframleiðslunni af stað undir vökulu auga forseta Alþingis, sem fylgdist grannt með þegar vélarnar fóru að snúast. Rafbílar njóta æ meiri vinsælda hér á landi og eru Akureyri þar ekki undanskilinn og segir Andri að með virkjuninni aukist getan til þess að styðja við frekari landvinninga slíkra bíla á Akureyri. „Það vill þannig til að einn rafmagnsbíll notar álíka mikið eins og eitt heimili þannig að við getum líka sagt að þetta dugi fyrir fimm, sex þúsund rafbíla ef því er að skipta,“ segir Andri.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira