„Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2018 19:17 Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel. Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel.
Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00
Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00