Hafna ásökunum Morgunblaðsins og segja blaðið fara með dylgjur Sylvía Hall skrifar 6. október 2018 15:03 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Fréttablaðið/Anton Stjórnendur stéttarfélagsins Eflingar vísa í yfirlýsingu fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug og óska þess að blaðið „láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins." Þetta skrifa þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri. Morgunblaðið segir frá því í frétt sinni í dag að þau Sólveig Anna og Viðar hafi gjörbreytt vinnuandanum og vinnustaðnum til hins verra. Eru þau sögn stjórna með ofríki og hótunum í garð annars starfsfólks. Í frétt Morgunblaðsins segir enn fremur að fjármálastjóri Eflingar, sem starfað hafi hjá félaginu um áratuga skeið, sé kominn í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar. Sé ástæðan sú að hún neitaði að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, háan reikning, áður en hann yrði fyrst samþykktur af stjórn Eflingar. Sólveig Anna og Viðar hafna þessum ásökunum og segjast ekki kannast við slíkt. „Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt,“ segir í yfirlýsingunni og segja þau jafnframt fjármálastjóra og bókara hafa annast greiðslur athugasemdalaust. Þá segja þau starfsanda innan Eflingar vera góðan og fullyrðingar Morgunblaðsins um stöðu mála innan félagsins vera rangar. „Þess er óskað að blaðið láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins,“ segir að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á síðu Eflingar. Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Sjá meira
Stjórnendur stéttarfélagsins Eflingar vísa í yfirlýsingu fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug og óska þess að blaðið „láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins." Þetta skrifa þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri. Morgunblaðið segir frá því í frétt sinni í dag að þau Sólveig Anna og Viðar hafi gjörbreytt vinnuandanum og vinnustaðnum til hins verra. Eru þau sögn stjórna með ofríki og hótunum í garð annars starfsfólks. Í frétt Morgunblaðsins segir enn fremur að fjármálastjóri Eflingar, sem starfað hafi hjá félaginu um áratuga skeið, sé kominn í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar. Sé ástæðan sú að hún neitaði að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, formanns Sósíalistaflokksins, háan reikning, áður en hann yrði fyrst samþykktur af stjórn Eflingar. Sólveig Anna og Viðar hafna þessum ásökunum og segjast ekki kannast við slíkt. „Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt,“ segir í yfirlýsingunni og segja þau jafnframt fjármálastjóra og bókara hafa annast greiðslur athugasemdalaust. Þá segja þau starfsanda innan Eflingar vera góðan og fullyrðingar Morgunblaðsins um stöðu mála innan félagsins vera rangar. „Þess er óskað að blaðið láti af því að gera starfsfólki félagsins upp tilhæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins,“ segir að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni á síðu Eflingar.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Sjá meira