Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2018 21:00 Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. Álit Vegagerðarinnar, sem væntanlegt er í næstu viku, gæti ráðið miklu um hvor leiðin verði ofan á. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta gæti orðið ein stærsta ákvörðunin í vegamálum Vestfirðinga á næstunni; hvort fallið verði frá því að leggja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg en stefnan tekin í staðinn á R-leið með stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar. En það er líka hörð andstaða gegn brúarhugmyndinni,- eins og heyra mátti í fréttum í gær, - frá bændum, sem vilja ekki fá veginn frá brúarsporðinum í gegnum jarðir sínar.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Annar tónn heyrist úr eina þéttbýli hreppsins, Reykhólum, en brúarleiðin þýddi að Vestfjarðavegur færi um hlaðið á þorpinu, sem gæti skapað ný tækifæri fyrir íbúana þar. „Okkur náttúrlega í þorpinu líst mjög vel á þá hugmynd. En Vegagerðin vill skoða þetta eitthvað nánar,“ segir Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps. Bændurnir á Stað, þau Kristján og Rebekka, segjast tilbúin að nýta allar kæruleiðir gegn brúarleiðinni. En er þá ekki ástæða til að óttast að sömu lætin verði í kringum þá tillögu eins og hina? „Nei, ég held ekki. Það eru engin svæði á náttúruminjaskrá sem verður farið í gegnum með þessari R-leið. En það er með Þ-H leiðina. Ég sé ekki að sömu læti geti orðið. Að minnsta kosti þá eru rökin fyrir því að fara þessa leið, að því er mér finnst allavega, miklu sterkari heldur en hina leiðina,“ segir Ingimar.Kristján Þór Ebenserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Oddvitinn tilkynnti okkur það nú bara að það væri bara þannig að minni hagsmunir þyrftu að víkja fyrir þeim meiri og að við værum minni hagsmunirnir,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 6,7 milljörðum króna í veg um Gufudalssveit á næstu fjórum árum, en með fyrirvara um að niðurstaða fáist um veglínu. Í hvaða farveg málið fer skýrist betur í næstu viku en þá hyggst Vegagerðin birta mat sitt á því hvað brúarleiðin kostar, í samanburði við Teigsskóg, og hvaða tímaramma hún þyrfti.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.En er oddvitinn bjartsýnn á að unnt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári? „Já, ég er bjartsýnismaður. Ég geri ráð fyrir því að við keyrum bara á þetta og byrjum að framkvæma á næsta ári,“ svarar Ingimar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. Álit Vegagerðarinnar, sem væntanlegt er í næstu viku, gæti ráðið miklu um hvor leiðin verði ofan á. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta gæti orðið ein stærsta ákvörðunin í vegamálum Vestfirðinga á næstunni; hvort fallið verði frá því að leggja svokallaða Þ-H leið um Teigsskóg en stefnan tekin í staðinn á R-leið með stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar. En það er líka hörð andstaða gegn brúarhugmyndinni,- eins og heyra mátti í fréttum í gær, - frá bændum, sem vilja ekki fá veginn frá brúarsporðinum í gegnum jarðir sínar.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Annar tónn heyrist úr eina þéttbýli hreppsins, Reykhólum, en brúarleiðin þýddi að Vestfjarðavegur færi um hlaðið á þorpinu, sem gæti skapað ný tækifæri fyrir íbúana þar. „Okkur náttúrlega í þorpinu líst mjög vel á þá hugmynd. En Vegagerðin vill skoða þetta eitthvað nánar,“ segir Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps. Bændurnir á Stað, þau Kristján og Rebekka, segjast tilbúin að nýta allar kæruleiðir gegn brúarleiðinni. En er þá ekki ástæða til að óttast að sömu lætin verði í kringum þá tillögu eins og hina? „Nei, ég held ekki. Það eru engin svæði á náttúruminjaskrá sem verður farið í gegnum með þessari R-leið. En það er með Þ-H leiðina. Ég sé ekki að sömu læti geti orðið. Að minnsta kosti þá eru rökin fyrir því að fara þessa leið, að því er mér finnst allavega, miklu sterkari heldur en hina leiðina,“ segir Ingimar.Kristján Þór Ebenserson og Rebekka Eiríksdóttir, bændur á Stað í Reykhólasveit.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Oddvitinn tilkynnti okkur það nú bara að það væri bara þannig að minni hagsmunir þyrftu að víkja fyrir þeim meiri og að við værum minni hagsmunirnir,“ segir Kristján Þór Ebeneserson, bóndi á Stað. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 6,7 milljörðum króna í veg um Gufudalssveit á næstu fjórum árum, en með fyrirvara um að niðurstaða fáist um veglínu. Í hvaða farveg málið fer skýrist betur í næstu viku en þá hyggst Vegagerðin birta mat sitt á því hvað brúarleiðin kostar, í samanburði við Teigsskóg, og hvaða tímaramma hún þyrfti.Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.En er oddvitinn bjartsýnn á að unnt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári? „Já, ég er bjartsýnismaður. Ég geri ráð fyrir því að við keyrum bara á þetta og byrjum að framkvæma á næsta ári,“ svarar Ingimar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15