Samskip neita vitneskju um starfsfólk án atvinnuleyfis Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 19:05 Erlendur starfsmaður starfsmannaleigu sagðist hafa unnið með hælisleitendum á athafnasvæði Samskipa í fyrra. Þeir hafi unnið fyrir þúsund krónur á tímann. Vísir/Stefán Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Forsvarsmenn Samskipa hafna því að þeir hafi haft vitneskju um að starfsmannaleiga sem fyrirtækið átti í viðskiptum við í fyrra hafi nýtt sér starfsfólk sem hafði ekki atvinnuleyfi á Íslandi. Fyrirtækið segir að verklagi þess hafi verið breytt frá því í fyrra. Fullyrt var að brotið væri á þúsundum erlenda verkamanna sem starfa á íslenskum vinnumarkaði í fréttaskýringarþættinum Kveik á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi. Einn viðmælandi þáttarins sem starfaði fyrir starfsmannaleigur, þar á meðal Staff.is, staðhæfði að hælisleitendur hafi unnið ólöglega á athafnasvæði Samskipa. Sagðist hann viss um að stjórnendur Samskipa hafi vitað af stöðu starfsmannanna. Vitnað var í skriflegt svar Samskipa í þættinum. Fyrirtækið sagðist ekki hafa upplýsingar um að hælisleitendur hefðu starfað á athafnasvæði þess og að það hefði enga ástæðu til að ætla það. „Við eigum hins vegar enga lista yfir nöfn þeirra starfsmanna sem komu frá umræddri starfsmannaleigu,“ sagði í svari Samskipa. Eigandi Staff.is neitaði því að hafa nýtt sér vinnuafl hælisleitenda eða fólks án gildra atvinnuleyfa eða að hafa greitt laun undir kjarasamningum.Segjast ekki geta sannreynt fullyrðingarnar Samskip sendu frá sér árettingu undir kvöld þar sem kom fram að verkalagi hafi verið breytt frá því í fyrra. Fyrirtækið hafi ekki tök á að sannreyna fullyrðingar í þættinum um að starfsmannaleigan hafi nýtt sér starfskrafta fólks sem hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. „Samskip og stjórnendur fyrirtækisins hafna því alfarið að hafa haft vitneskju um slíkt athæfi,“ segir í yfirlýsingunni. Fyrirtækið hafi hætt viðskiptum við Staff.is í fyrra. Komi í ljós brotalamir á starfsemi starfsmannaleiga sem Samskip hafa átt í viðskiptum við verði þau mál könnuð og á þeim tekið með viðeigandi hætti til samræmis við keðjuábyrgð fyrirtækisins. Samskip segjast leggja áherslu á að ekki sé gert upp á milli starfsmanna eftir kyni eða þjóðerni og að starfsmaður sem ráðinn er með aðstoð starfsmannaleigu njóti sömu kjara og þeir sem kynnu að vera ráðnir eftir öðrum leiðum. Brjóti starfsmannaleiga á réttindum starfsmanna eða önnur lög og reglur þá jafngildi það broti á samningum við Samskip og þeim sé þá rift. „Samskip hafa nýtt sér þjónustu starfsmannaleiga vegna tímabundinna verkefna á álagstímum í starfseminni. Samskip leggja sig fram um að vera góður og eftirsóknarverður vinnustaður. Það segir sína sögu að fjölmörg dæmi eru um að starfsfólk sem fyrst hefur komið til starfa í gegn um starfsmannaleigu hafi síðar fengið fulla ráðningu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Kjaramál Tengdar fréttir Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22 Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30 Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Hafa lokað fimm húsum hvar erlent verkafólk bjó Þáttur Kveiks um þrælahald á Íslandi hefur kallað fram mikil viðbrögð. 3. október 2018 11:22
Meðferðin á Sana Shah til rannsóknar hjá lögreglu Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, segir að rannsókn standi yfir á máli Pakistanans Sana Shah vegna gruns um að hann hafi verði fórnarlamb mansals. Þetta staðfestir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. 3. október 2018 16:30
Fullyrða að hótelstarfsmaðurinn hafi verið með 615 þúsund í mánaðarlaun Northstar Apartments hafnar fréttaflutningi um að fyrirtækið sæti lögreglurannsókn vegna mansals, eins og kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi. 3. október 2018 15:30