Telja fangelsismálayfirvöld brjóta lög Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2018 21:30 Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug. Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinni meðal annars störfum iðnaðarmanna en fái eingöngu greiddar 400 krónur á tímann en útseld vinna sé 800 krónur. Fangelsið rukkar mismuninn vegna fyrirhafnar og kostnaðar. Fangarnir fái því ekki greitt samkvæmt kjarsamningum þeirra starfa sem þeir sinna og vinna sér ekki inn nein réttindi. „Fólk sem að dæmt er til refsingar á að sæta nákvæmlega sömu mannréttindum og allir aðrir. Það á svo sannarlega við þegar þeir eru að störfum í hinu almenna atvinnulífi utan fangelsismúranna. Þá er ekkert í íslenskum lögum, hvorki í vinnurétti eða í lögum er varðar fullnustu refsinga, sem heimilar það að verkamenn séu seldir út á einhverjum 800 krónum á tímann og fái fyrir það 400 krónur í vasann. Það teljum við bara ekki lögmætt," bendir Magnús á. Vísar ásökunum á bugPáll Winkel fangelsismálastjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við Vísi fyrr í dag. „Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa," bendi hann á. Magnús bendir hinsvegar á að skoða þurfi þetta í heild sinni. „Alþýðusambandi gerði fyrir á öðrum áratugum síðan athugsemd við það að fangar nytu engra réttinda fyrir þá vinnu sem er unnin í fangelsunum. Oft er staðan sú að þessir menn eru í fangelsum árum saman, jafnvel áratugum saman, án þess nokkurntímann að ávinna sér lífeyrisréttindi eða nokkur vinnumarkaðsleg réttindi. Staða þeirra er því mjög veik þegar þeir koma út úr fangelsunum," segir hann. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug. Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinni meðal annars störfum iðnaðarmanna en fái eingöngu greiddar 400 krónur á tímann en útseld vinna sé 800 krónur. Fangelsið rukkar mismuninn vegna fyrirhafnar og kostnaðar. Fangarnir fái því ekki greitt samkvæmt kjarsamningum þeirra starfa sem þeir sinna og vinna sér ekki inn nein réttindi. „Fólk sem að dæmt er til refsingar á að sæta nákvæmlega sömu mannréttindum og allir aðrir. Það á svo sannarlega við þegar þeir eru að störfum í hinu almenna atvinnulífi utan fangelsismúranna. Þá er ekkert í íslenskum lögum, hvorki í vinnurétti eða í lögum er varðar fullnustu refsinga, sem heimilar það að verkamenn séu seldir út á einhverjum 800 krónum á tímann og fái fyrir það 400 krónur í vasann. Það teljum við bara ekki lögmætt," bendir Magnús á. Vísar ásökunum á bugPáll Winkel fangelsismálastjóri vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við Vísi fyrr í dag. „Fangelsismálastofnun ber að útvega föngum vinnu. Greitt er fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá sem er gefin út af ráðherra. Vinnan er að mestu leyti innan fangelsa en stundum fáum við verkefni utan fangelsa," bendi hann á. Magnús bendir hinsvegar á að skoða þurfi þetta í heild sinni. „Alþýðusambandi gerði fyrir á öðrum áratugum síðan athugsemd við það að fangar nytu engra réttinda fyrir þá vinnu sem er unnin í fangelsunum. Oft er staðan sú að þessir menn eru í fangelsum árum saman, jafnvel áratugum saman, án þess nokkurntímann að ávinna sér lífeyrisréttindi eða nokkur vinnumarkaðsleg réttindi. Staða þeirra er því mjög veik þegar þeir koma út úr fangelsunum," segir hann.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira