Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. október 2018 21:00 Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. Heilbrigðisráðherra segir hugmyndina í raun komna frá ljósmæðrum og í samtali við fréttastofu lýsa nokkrar þeirra ánægju með tillöguna. Þær benda á að ýmiss konar upplýsingum um heilsu og áfallasögu kvenna sé safnað saman í mæðravernd en eftirfylgni fellur niður um leið og konan fæðir barnið. Með þessu megi nýta sérþekkingu ljósmæðra enn betur. „Að þeirra hlutverk útvíkkist í raun og veru í það að þjóna konum á öllum aldri. Þá er ég að tala um þau heilsufarsviðfangsefni sem koma upp. Ég nefni bara breytingarskeið og túrverki sem er ekki beinlínis það sem tengist meðgöngu eða fæðingu," segir Svandís Svavarsdóttir. Þetta er liður í eflingu heilsugæslunnar og hugsunin er að konur á öllum aldri gætu pantað tíma á sérstakri heilsugæslu fyrir konur. „Við myndum þróa verkefnið með því að byrja kannski á einum stað í Reykjavík og einum úti á landi og sjá hvernig því yndi fram," segir Svandís. Verkefnið er enn á frumstigi en markmiðið er að opna úrræðið sem allra fyrst. „Frekar en að bíða eftir að stóra skýrslan komi, eða einhver niðurstaða stórs starfshóps eða eitthvað slíkt. Vegna þess að ég held að faglegi viljinn sé fyrir hendi, þekkingin er fyrir hendi og ég er sannfærð um að þörfin sé líka fyrir hendi," segir Svandís. Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. Heilbrigðisráðherra segir hugmyndina í raun komna frá ljósmæðrum og í samtali við fréttastofu lýsa nokkrar þeirra ánægju með tillöguna. Þær benda á að ýmiss konar upplýsingum um heilsu og áfallasögu kvenna sé safnað saman í mæðravernd en eftirfylgni fellur niður um leið og konan fæðir barnið. Með þessu megi nýta sérþekkingu ljósmæðra enn betur. „Að þeirra hlutverk útvíkkist í raun og veru í það að þjóna konum á öllum aldri. Þá er ég að tala um þau heilsufarsviðfangsefni sem koma upp. Ég nefni bara breytingarskeið og túrverki sem er ekki beinlínis það sem tengist meðgöngu eða fæðingu," segir Svandís Svavarsdóttir. Þetta er liður í eflingu heilsugæslunnar og hugsunin er að konur á öllum aldri gætu pantað tíma á sérstakri heilsugæslu fyrir konur. „Við myndum þróa verkefnið með því að byrja kannski á einum stað í Reykjavík og einum úti á landi og sjá hvernig því yndi fram," segir Svandís. Verkefnið er enn á frumstigi en markmiðið er að opna úrræðið sem allra fyrst. „Frekar en að bíða eftir að stóra skýrslan komi, eða einhver niðurstaða stórs starfshóps eða eitthvað slíkt. Vegna þess að ég held að faglegi viljinn sé fyrir hendi, þekkingin er fyrir hendi og ég er sannfærð um að þörfin sé líka fyrir hendi," segir Svandís.
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira