Ósátt við að jarðstrengur verði ónýttur Sveinn Arnarsson skrifar 13. október 2018 08:45 Vestfirðingar furða sig á því að þurfa að bíða í fimm ár til að geta tekið tilbúinn jarðstreng í Dýrafjarðargöngum í notkun. Fréttablaðið/Pjetur Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira