Rekinn fyrir að reykja og gert að yfirgefa vistaverur sínar Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2018 14:34 Michal var í pattstöðu á Patró, en hann er nú kominn til Ísafjarðar. Vinnueftirlitið rannsakar mál hans. mynd/alda lóa Michal Jalbonski er ungur pólskur maður sem hefur starfað undanfarna tvo mánuði hjá fiskvinnslufyrirtækinu Odda á Patreksfirði. Til hans sást í eftirlitsmyndavél hvar hann var að reykja í vinnutíma og var rekinn umsvifalaust. Mikhal leigði herbergi af vinnuveitanda sínum og hefur honum verið gert að rýma það. Þessa nöturlega frásögn segja þau Gunnar Smári Egilsson og Alda Lóa Leifsdóttir í þáttaröð sinni, sem þau birta á Facebooksíðu Leigjendasamtakanna, af afar slæmri stöðu leigjenda um land allt. Vísir hefur áður birt tvær sláandi sögur úr þeim ranni og hér kemur sú þriðja, með góðfúslegu leyfi höfunda. Millifyrirsagnir eru Vísis. Samkvæmt nýjustu fréttum er Michal nú kominn á Ísafjörð þar sem verkalýðsfélag Vestfirðinga er að skoða málið.Sættir sig við bágbornar aðstæður „Ég sætti mig alveg við að búa svona. Alla vega um einhvern tíma. Vonandi flytur kærastan til mín eftir ár eða svo, þá myndi ég náttúrlega vilja flytja úr herberginu og leigja litla íbúð,“ sagði Michal Jablonski, ungur pólskur maður þegar hann hafði starfað í rúma tvo mánuði fyrir Odda á Patreksfirði. Hann vann í frystihúsinu frá átta til fjögur, stundum fékk hann fjögurra tíma aukavakt við að þrífa vinnslusalinn. Michal býr í einu herbergi í húsi sem fyrirtækið á. Hann vann hjá leigusalanum og leigði hjá launagreiðandanum, eins og er að verða æ algengara meðal láglaunafólks, einkum á landsbyggðinni. Náðist við reykingar á eftirlitsmyndavél Þessi aðstaða grefur undan réttindum og öryggi verkafólks. Og Michal fékk að kenna á því stuttu eftir að við ræddum við hann í byrjun september. Stuttu fyrir síðustu mánaðamót var hann kallaður til yfirmanna sinna klukkan tvö um daginn og fékk að vita að tímabundinn þriggja mánaða samningur hans um vinnu yrði ekki endurnýjaður. Hann ætti að klára vinnuna til fjögur en þyrfti svo ekki að mæta meir.Alda Lóa og Gunnar Smári hafa ferðast um landið þvert og endilangt og safna sögum af leigjendum sem margir hverjir eru í afar þröngri stöðu.mynd/sóley lóa smáradóttirMichal segist ekki alveg hafa skilið samtalið, en segir að honum hafi veri sýnd mynd úr eftirlitsmyndavél þar sem hann var úti að lesa skilaboð á símann og reykja. Verkstjórinn sagði að hann hefði brotið reglurnar, farið út að reykja á meðan vinnslan var í gangi innandyra. Fyrirtækið ætlaði því ekki að framlengja ráðningarsamninginn. Michal varð atvinnulaus á augabragði, enginn uppsagnarfrestur. Fólkið frá Odda sagði að hann mætti vera í tvær vikur enn í herberginu en yrði að vera búinn að rýma það fyrir þann tíma.Óttast harkalegar innheimtuaðgerðir Michal hafði komið til Patreksfjarðar þremur mánuðum fyrr í þeirri von að geta unnið og greitt niður skuldir sínar í Póllandi. Nú er hann skyndilega staddur í litlum bæ í ókunnu landi, atvinnu- og heimilislaus. „Ég vil ekki fara aftur til Póllands,“ segir Michal, „þar bíður mín ekkert nema skuldir sem ég get ekki borgað niður með vinnu í Póllandi. Mig vantar vinnu hér á Íslandi. En ég hef bara tvo daga til að finna hana.“Michal er örvæntingarfullur. Vinkona hans sagði okkur að hann skuldaði mikið í Póllandi og óttaðist harkalega innheimtu, jafnvel ofbeldi. Michal hefur sent peninga heim til að borga niður skuldirnar en einnig til föður síns, sem þarf á hjálp að halda til að draga fram lífið. En hann hefur enga vinnu fundið enn, aðeins nokkra klukkutíma í snatt í kringum línubát. Hann hefur leitað til verkalýðsfélagsins og þar er verið er að skoða hans mál, hvort Oddi hafi staðið löglega að öllu. En tíminn líður hratt. Fékk kytru til að búa í Þetta er í annað sinn sem Michal ræður sig til vinnu utan Póllands. Í fyrra vann hann á Spáni og Portúgal fyrir pólskt verktakafyrirtæki, sem tók að sér byggja sumarbústaði. Launin voru ekkert sérstök, en skárri en í Póllandi.Michal getur ekki snúið aftur til Póllands, þar skuldar hann og óttast að sú skuld verði innheimt af mikilli hörku. Hann er á Íslandi til að vinna sér inn fé til að geta borgað. Hann var patt á Patró.mynd/alda lóaÞegar hann réð sig til Odda um miðjan júní, eftir ábendingu frá góðum vini sem býr á Ísafirði, sá hann fyrir sér að vera á Patreksfirði í þrjú ár, vinna, eyða litlu og greiða niður skuldirnar, verða frjáls maður á ný. Kærasta hans á eitt ár eftir í námi í Póllandi og þau höfðu talað um að hún kæmi til Íslands að því loknu. Og í september var Michal vonglaður og lét það ekki trufla sig þótt hann deildi efri hæð í húsi með þremur öðrum verkamönnum. Það er innangengt af hæðinni niður á neðri hæðina þar sem einstæð móðir býr með barni sínu og deilir íbúð með kærustupari, sem reyndar var að fara að flytja næstu daga. Húsaleiga fyrir herbergið er 25 þúsund krónur á mánuði. Michal kvartar ekki undan því, finnst það sanngjarnt.Stórt samfélag Pólverja á Patró Michal tilheyrir ört stækkandi hóp láglaunafólks sem býr í verbúðum. Í spjalli við bæjarbúa, meðal annars yfirmenn Odda, í Fjölvali á leið okkar úr bænum, var okkur sagt að farandverkafólki hefði fjölgað eftir því sem gengi krónunnar hefði styrkst og hagnaður fiskvinnslufyrirtækja dregist saman. Svo virtist sem fiskvinnslufyrirtæki teldu sig ekki lengur ráða við að borga laun sem dygðu verkafólkinu fyrir eðlilegu heimilishaldi og að smátt og smátt hefði verkafólki með fjölskyldur og heimilisrekstur verið skipt úr fyrir farandverkafólk sem vinnur á strípuðum töxtum og býr á verbúðum. Fyrir er á Patreksfirði stórt samfélag Pólverja, fólk sem hefur búið þar mislengi, sumt frá því á níunda áratug síðustu aldar. „Ætli það séu ekki hundrað Pólverjar á Patreksfirði,“ segir Michal, „það væri hægt að lifa hér án þess að kunna ensku eða íslensku, tala pólsku allan daginn.“ Getur ekki farið heim til Póllands Michal er ungur maður í einskonar vinnubúðum, segist hanga í tölvunni eða spila fótbolta þegar hann er ekki að vinna. Hann er ekki á Patreksfirði til að lifa lífinu, hann er á Patreksfirði til að greiða niður skuldirnar svo hann geti lifað lífinu seinna meir. „Ég get ekki farið heim. Ég verð að fá vinnu á Íslandi. Ég er duglegur og er tilbúinn að gera hvað sem er,“ segir Michal. Kjaramál Vesturbyggð Tengdar fréttir Hraktist einstæð heim í Búðardal og er þar föst í skuldafeni Óréttlæti gagnvart leigjendum er yfirgengilegt að sögn þeirra Öldu Lóu og Gunnars Smára. 27. september 2018 11:00 Magga Stína borgar tvo þriðju launa sinna í húsaleigu Nýkjörinn formaður Leigjendasamtakanna segir af miklum hremmingum sínum á leigumarkaði. 1. október 2018 16:45 „Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður. 30. september 2018 14:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Michal Jalbonski er ungur pólskur maður sem hefur starfað undanfarna tvo mánuði hjá fiskvinnslufyrirtækinu Odda á Patreksfirði. Til hans sást í eftirlitsmyndavél hvar hann var að reykja í vinnutíma og var rekinn umsvifalaust. Mikhal leigði herbergi af vinnuveitanda sínum og hefur honum verið gert að rýma það. Þessa nöturlega frásögn segja þau Gunnar Smári Egilsson og Alda Lóa Leifsdóttir í þáttaröð sinni, sem þau birta á Facebooksíðu Leigjendasamtakanna, af afar slæmri stöðu leigjenda um land allt. Vísir hefur áður birt tvær sláandi sögur úr þeim ranni og hér kemur sú þriðja, með góðfúslegu leyfi höfunda. Millifyrirsagnir eru Vísis. Samkvæmt nýjustu fréttum er Michal nú kominn á Ísafjörð þar sem verkalýðsfélag Vestfirðinga er að skoða málið.Sættir sig við bágbornar aðstæður „Ég sætti mig alveg við að búa svona. Alla vega um einhvern tíma. Vonandi flytur kærastan til mín eftir ár eða svo, þá myndi ég náttúrlega vilja flytja úr herberginu og leigja litla íbúð,“ sagði Michal Jablonski, ungur pólskur maður þegar hann hafði starfað í rúma tvo mánuði fyrir Odda á Patreksfirði. Hann vann í frystihúsinu frá átta til fjögur, stundum fékk hann fjögurra tíma aukavakt við að þrífa vinnslusalinn. Michal býr í einu herbergi í húsi sem fyrirtækið á. Hann vann hjá leigusalanum og leigði hjá launagreiðandanum, eins og er að verða æ algengara meðal láglaunafólks, einkum á landsbyggðinni. Náðist við reykingar á eftirlitsmyndavél Þessi aðstaða grefur undan réttindum og öryggi verkafólks. Og Michal fékk að kenna á því stuttu eftir að við ræddum við hann í byrjun september. Stuttu fyrir síðustu mánaðamót var hann kallaður til yfirmanna sinna klukkan tvö um daginn og fékk að vita að tímabundinn þriggja mánaða samningur hans um vinnu yrði ekki endurnýjaður. Hann ætti að klára vinnuna til fjögur en þyrfti svo ekki að mæta meir.Alda Lóa og Gunnar Smári hafa ferðast um landið þvert og endilangt og safna sögum af leigjendum sem margir hverjir eru í afar þröngri stöðu.mynd/sóley lóa smáradóttirMichal segist ekki alveg hafa skilið samtalið, en segir að honum hafi veri sýnd mynd úr eftirlitsmyndavél þar sem hann var úti að lesa skilaboð á símann og reykja. Verkstjórinn sagði að hann hefði brotið reglurnar, farið út að reykja á meðan vinnslan var í gangi innandyra. Fyrirtækið ætlaði því ekki að framlengja ráðningarsamninginn. Michal varð atvinnulaus á augabragði, enginn uppsagnarfrestur. Fólkið frá Odda sagði að hann mætti vera í tvær vikur enn í herberginu en yrði að vera búinn að rýma það fyrir þann tíma.Óttast harkalegar innheimtuaðgerðir Michal hafði komið til Patreksfjarðar þremur mánuðum fyrr í þeirri von að geta unnið og greitt niður skuldir sínar í Póllandi. Nú er hann skyndilega staddur í litlum bæ í ókunnu landi, atvinnu- og heimilislaus. „Ég vil ekki fara aftur til Póllands,“ segir Michal, „þar bíður mín ekkert nema skuldir sem ég get ekki borgað niður með vinnu í Póllandi. Mig vantar vinnu hér á Íslandi. En ég hef bara tvo daga til að finna hana.“Michal er örvæntingarfullur. Vinkona hans sagði okkur að hann skuldaði mikið í Póllandi og óttaðist harkalega innheimtu, jafnvel ofbeldi. Michal hefur sent peninga heim til að borga niður skuldirnar en einnig til föður síns, sem þarf á hjálp að halda til að draga fram lífið. En hann hefur enga vinnu fundið enn, aðeins nokkra klukkutíma í snatt í kringum línubát. Hann hefur leitað til verkalýðsfélagsins og þar er verið er að skoða hans mál, hvort Oddi hafi staðið löglega að öllu. En tíminn líður hratt. Fékk kytru til að búa í Þetta er í annað sinn sem Michal ræður sig til vinnu utan Póllands. Í fyrra vann hann á Spáni og Portúgal fyrir pólskt verktakafyrirtæki, sem tók að sér byggja sumarbústaði. Launin voru ekkert sérstök, en skárri en í Póllandi.Michal getur ekki snúið aftur til Póllands, þar skuldar hann og óttast að sú skuld verði innheimt af mikilli hörku. Hann er á Íslandi til að vinna sér inn fé til að geta borgað. Hann var patt á Patró.mynd/alda lóaÞegar hann réð sig til Odda um miðjan júní, eftir ábendingu frá góðum vini sem býr á Ísafirði, sá hann fyrir sér að vera á Patreksfirði í þrjú ár, vinna, eyða litlu og greiða niður skuldirnar, verða frjáls maður á ný. Kærasta hans á eitt ár eftir í námi í Póllandi og þau höfðu talað um að hún kæmi til Íslands að því loknu. Og í september var Michal vonglaður og lét það ekki trufla sig þótt hann deildi efri hæð í húsi með þremur öðrum verkamönnum. Það er innangengt af hæðinni niður á neðri hæðina þar sem einstæð móðir býr með barni sínu og deilir íbúð með kærustupari, sem reyndar var að fara að flytja næstu daga. Húsaleiga fyrir herbergið er 25 þúsund krónur á mánuði. Michal kvartar ekki undan því, finnst það sanngjarnt.Stórt samfélag Pólverja á Patró Michal tilheyrir ört stækkandi hóp láglaunafólks sem býr í verbúðum. Í spjalli við bæjarbúa, meðal annars yfirmenn Odda, í Fjölvali á leið okkar úr bænum, var okkur sagt að farandverkafólki hefði fjölgað eftir því sem gengi krónunnar hefði styrkst og hagnaður fiskvinnslufyrirtækja dregist saman. Svo virtist sem fiskvinnslufyrirtæki teldu sig ekki lengur ráða við að borga laun sem dygðu verkafólkinu fyrir eðlilegu heimilishaldi og að smátt og smátt hefði verkafólki með fjölskyldur og heimilisrekstur verið skipt úr fyrir farandverkafólk sem vinnur á strípuðum töxtum og býr á verbúðum. Fyrir er á Patreksfirði stórt samfélag Pólverja, fólk sem hefur búið þar mislengi, sumt frá því á níunda áratug síðustu aldar. „Ætli það séu ekki hundrað Pólverjar á Patreksfirði,“ segir Michal, „það væri hægt að lifa hér án þess að kunna ensku eða íslensku, tala pólsku allan daginn.“ Getur ekki farið heim til Póllands Michal er ungur maður í einskonar vinnubúðum, segist hanga í tölvunni eða spila fótbolta þegar hann er ekki að vinna. Hann er ekki á Patreksfirði til að lifa lífinu, hann er á Patreksfirði til að greiða niður skuldirnar svo hann geti lifað lífinu seinna meir. „Ég get ekki farið heim. Ég verð að fá vinnu á Íslandi. Ég er duglegur og er tilbúinn að gera hvað sem er,“ segir Michal.
Kjaramál Vesturbyggð Tengdar fréttir Hraktist einstæð heim í Búðardal og er þar föst í skuldafeni Óréttlæti gagnvart leigjendum er yfirgengilegt að sögn þeirra Öldu Lóu og Gunnars Smára. 27. september 2018 11:00 Magga Stína borgar tvo þriðju launa sinna í húsaleigu Nýkjörinn formaður Leigjendasamtakanna segir af miklum hremmingum sínum á leigumarkaði. 1. október 2018 16:45 „Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður. 30. september 2018 14:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Hraktist einstæð heim í Búðardal og er þar föst í skuldafeni Óréttlæti gagnvart leigjendum er yfirgengilegt að sögn þeirra Öldu Lóu og Gunnars Smára. 27. september 2018 11:00
Magga Stína borgar tvo þriðju launa sinna í húsaleigu Nýkjörinn formaður Leigjendasamtakanna segir af miklum hremmingum sínum á leigumarkaði. 1. október 2018 16:45
„Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður. 30. september 2018 14:09