Reiði í Skotlandi eftir að sjónvarpsstjarna skaut villtar geitur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 19:58 Talið er að geitategundin sem um ræðir hafi komið til Bretlandseyja fyrst fyrir um fimm þúsund árum. Mynd/Larysa Switlyk Töluverð reiði ríkir í garð bandarísku sjónvarpsstjörnunnar Larysa Switlyk eftir að hún skaut villtar geitur á skosku eyjunni Islay og birti myndir af dýrunum á Instagram. Switlyk stýrir sjónvarpsþættinum Larysa Unleashed þar sem hún ferðast um heiminn og fjallar um veiði og veiðitengd málefni. Var hún stödd á Skotlandi á dögunum, nánar tiltekið á eyjunni Islay, sem helst er þekkt fyrir blómlega viský-framleiðslu. Þar mundaði hún byssuna, klædd í feluliti og felldi hún ásamt ferðafélaga sínum villtar geitur sem hafast við á eyjunni. „Náði fullkomnu 200 jarda skoti og náði honum,“ skrifar hún við eina myndina. Þá bætir hún við að hún bjóði upp á veiðiferðir í Skotlandi. Veiðin, sem og tilboð um veiðiferðir, ,virðist hafa ofboðið fjölmörgum íbúum eyjunnar sem og skoska þingmanninum Michael Russel sem segir að þrátt fyrir að það sé ekkert sem banni veiði á geitunum sé framkoma Switlyk til skammar View this post on InstagramBeautiful wild goat here on the Island of Islay in Scotland. Such a fun hunt!! They live on the edge of the cliffs of the island and know how to hide well. We hunted hard for a big one for 2 days and finally got on this group. Made a perfect 200 yard shot and dropped him with the @gunwerks and @nightforce_optics ! ( Good thing too because he could have ran off the cliff into the water). Ever interested in hunting Scotland and doing some whisky tours, email larysa@detailcompany.com ! A post shared by Larysa Unleashed (@larysaunleashed) on Oct 22, 2018 at 8:07am PDT „Að sjá fólk í felulitum með öflug skotvopn fagna því að hafa drepið geit, hvað þá geithafur, er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Russel í samtali við BBC. Sagði hann að fjölmargir hefðu haft samband við sig en Russel er þingmaður héraðsins sem Islay tilheyrir. Segist hann hafa vakið athygli umhverfisráðherra Skotlands á veiðunum til þess að sjá hvað hægt væri að gera í málinu. „Ég tel að þetta sé óæskilegt og ósmekklegt,“ sagði Russel. „Svona er 21. aldar Skotland ekki. Svona er 21. aldar Islay ekki.“ Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Töluverð reiði ríkir í garð bandarísku sjónvarpsstjörnunnar Larysa Switlyk eftir að hún skaut villtar geitur á skosku eyjunni Islay og birti myndir af dýrunum á Instagram. Switlyk stýrir sjónvarpsþættinum Larysa Unleashed þar sem hún ferðast um heiminn og fjallar um veiði og veiðitengd málefni. Var hún stödd á Skotlandi á dögunum, nánar tiltekið á eyjunni Islay, sem helst er þekkt fyrir blómlega viský-framleiðslu. Þar mundaði hún byssuna, klædd í feluliti og felldi hún ásamt ferðafélaga sínum villtar geitur sem hafast við á eyjunni. „Náði fullkomnu 200 jarda skoti og náði honum,“ skrifar hún við eina myndina. Þá bætir hún við að hún bjóði upp á veiðiferðir í Skotlandi. Veiðin, sem og tilboð um veiðiferðir, ,virðist hafa ofboðið fjölmörgum íbúum eyjunnar sem og skoska þingmanninum Michael Russel sem segir að þrátt fyrir að það sé ekkert sem banni veiði á geitunum sé framkoma Switlyk til skammar View this post on InstagramBeautiful wild goat here on the Island of Islay in Scotland. Such a fun hunt!! They live on the edge of the cliffs of the island and know how to hide well. We hunted hard for a big one for 2 days and finally got on this group. Made a perfect 200 yard shot and dropped him with the @gunwerks and @nightforce_optics ! ( Good thing too because he could have ran off the cliff into the water). Ever interested in hunting Scotland and doing some whisky tours, email larysa@detailcompany.com ! A post shared by Larysa Unleashed (@larysaunleashed) on Oct 22, 2018 at 8:07am PDT „Að sjá fólk í felulitum með öflug skotvopn fagna því að hafa drepið geit, hvað þá geithafur, er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Russel í samtali við BBC. Sagði hann að fjölmargir hefðu haft samband við sig en Russel er þingmaður héraðsins sem Islay tilheyrir. Segist hann hafa vakið athygli umhverfisráðherra Skotlands á veiðunum til þess að sjá hvað hægt væri að gera í málinu. „Ég tel að þetta sé óæskilegt og ósmekklegt,“ sagði Russel. „Svona er 21. aldar Skotland ekki. Svona er 21. aldar Islay ekki.“
Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira