Er heimafenginn baggi loftslagshollur? Ólafur Stephensen skrifar 24. október 2018 14:45 Við Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, áttum ágætt spjall um innflutning á ferskum búvörum í Víglínunni á Stöð 2 á dögunum. Sindri ræddi þar líka um innflutning á matvörum almennt, í samhengi við loftslagsmál. „Hollur er heimafenginn baggi. Við verðum bara að hugsa þetta upp á nýtt og reyna að framleiða sem allra mest af mat á Íslandi … Af hverju ættum við ekki að nýta okkur það þegar við getum framleitt mest af þessu sjálf hérna heima næst markaðinum?“ spurði formaður Bændasamtakanna. Það er rétt hjá Sindra að eitt af því sem við sem neytendur þurfum að hafa í huga þegar við ákveðum hvaða vörur við kaupum, er hvert kolefnisspor þeirra sé. Þáttur í því er hvað varan er flutt um langan veg – en það segir þó alls ekki alla söguna. Tökum tvö dæmi.Er það heimafengna augljóslega loftslagsvænt? Annað er framleiðsla íslenzks lambakjöts, sem er vissulega heimafengið og oftast frábær vara, en hefur umtalsverð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda, eins og lesa má í skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2016. Það er erfitt að setja nákvæma tölu á það, en þó auðvelt að lesa út úr skýrslunni að rýrnun landgæða vegna beitarálags losar bæði gífurlegt magn af gróðurhúsalofttegundum og skerðir getu landsins til að taka upp koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þetta hlýtur að þurfa að taka með í reikninginn þegar fólk myndar sér skoðun á kolefnissporinu. Hitt dæmið er af kjúklingakjöti. Blasir ekki við að kolefnisspor innlends kjúklingakjöts sé minna en innflutts? Ekki endilega. Íslenzkir kjúklingabændur ala fuglana nánast eingöngu á innfluttu fóðri, en kjúklingabændur í nágrannalöndunum þurfa iðulega ekki að sækja fóður um langan veg. Til að framleiða kíló af innlendu kjúklingakjöti þarf um tvö kíló af innfluttu fóðri. Með öðrum orðum þarf tvöfalt meiri flutninga til landsins til að framleiða kjúkling innanlands en ef keypt er kjúklingakjöt frá öðrum löndum. Þessi dæmi eru ekki sett fram til að varpa neinni rýrð á ofangreindar búvörur eða framleiðendur þeirra, eingöngu til að sýna fram á að framleiðsluferlar í matvælaiðnaði geta verið flóknir, aðföngin komið víða að og áhrifin á losun gróðurhúsalofttegunda eru margvísleg. Það dugir neytandanum ekki að líta bara á upprunaland vörunnar til að mynda sér skoðun um kolefnissporið. Og að framleiða matinn á Íslandi stuðlar ekkert endilega að lausn loftslagsvandans.Góð hugmynd fyrir matvælaútflutningslandið Ísland? Við getum svo velt því fyrir okkur hvað það myndi þýða fyrir afkomu þjóðarbúsins ef sú hugsun yrði almennt ofan á um allan heim að borða sem allra mest af heimafengnum mat og flytja sem minnst inn, í þágu loftslagsmarkmiða. Ísland er matarútflutningsland. Árið 2016 fluttu Íslendingar út mat fyrir um 248 milljarða króna. Þar af voru sjávarafurðir fyrir 231 milljarð og búvörur fyrir 17 milljarða. Þetta voru um 46% af heildarvöruútflutningi landsins það árið. Innflutningur á mat- og drykkjarvörum nam hins vegar 57,4 milljörðum króna. Ef öll ríki kæmust að þeirri niðurstöðu að þau ættu að framleiða matinn heima hjá sér og ekki kaupa hann frá útlöndum yrði íslenzka hagkerfið fyrir gífurlegu höggi. Og svo mikið er víst að við myndum aldrei torga sjálf öllum fiskinum sem við veiðum; til þess hefði hver íbúi á Íslandi þurft að borða 1,8 tonn af sjávarafurðum árið 2016.Við lifum á milliríkjaviðskiptum með mat Íslenzka hagkerfið er lítið og fremur einhæft. Lega landsins gerir líka að verkum að við getum ekki framleitt mikið af mat og drykk sem okkur finnst sjálfsagður hluti af fæðuframboðinu, til dæmis nánast allt kornmeti, flesta ávexti, mikið af grænmeti, allt léttvín og þar fram eftir götunum. Ísland hefur öldum saman verið háð utanríkisviðskiptum með þessar vörur og verður það áfram. Það sama á raunar í vaxandi mæli við um vörur sem hægt er að framleiða á Íslandi; við flytjum þær ekki bara inn til að fá meiri fjölbreytni í kæliborð búðanna heldur einfaldlega af því að innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Þannig var um fjórðungur af innanlandsneyzlu á svína- og nautakjöti fluttur inn í fyrra. Sama má segja um ýmsar grænmetistegundir sem eru ræktaðar á Íslandi. Það er góð hugmynd – og í raun bráðnauðsynlegt – að neytendur velti í auknum mæli fyrir sér kolefnisspori vörunnar, sem þeir kaupa. En í fyrsta lagi segir það ekki alla sögu um kolefnissporið, um hversu langan veg sjálf varan hefur verið flutt, heldur þarf líka að skoða uppruna aðfanganna sem þurfti til að framleiða hana. Í öðru lagi verða það áfram brýnir lífshagsmunir Íslendinga að milliríkjaviðskipti með mat séu sem frjálsust og auðveldust; hvort sem það er til að koma fiskinum okkar á erlenda markaði eða uppfylla innlenda eftirspurn með innflutningi á mat. Árangur Íslands í loftslagsmálum getur ekki byggzt á því að hverfa frá milliríkjaviðskiptum með mat – við lifum á þeim. Við getum hins vegar gert margt til að gera flutninga og framleiðsluferla umhverfisvænni. „Ef öll ríki kæmust að þeirri niðurstöðu að þau ættu að framleiða matinn heima hjá sér og ekki kaupa hann frá útlöndum yrði íslenzka hagkerfið fyrir gífurlegu höggi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, áttum ágætt spjall um innflutning á ferskum búvörum í Víglínunni á Stöð 2 á dögunum. Sindri ræddi þar líka um innflutning á matvörum almennt, í samhengi við loftslagsmál. „Hollur er heimafenginn baggi. Við verðum bara að hugsa þetta upp á nýtt og reyna að framleiða sem allra mest af mat á Íslandi … Af hverju ættum við ekki að nýta okkur það þegar við getum framleitt mest af þessu sjálf hérna heima næst markaðinum?“ spurði formaður Bændasamtakanna. Það er rétt hjá Sindra að eitt af því sem við sem neytendur þurfum að hafa í huga þegar við ákveðum hvaða vörur við kaupum, er hvert kolefnisspor þeirra sé. Þáttur í því er hvað varan er flutt um langan veg – en það segir þó alls ekki alla söguna. Tökum tvö dæmi.Er það heimafengna augljóslega loftslagsvænt? Annað er framleiðsla íslenzks lambakjöts, sem er vissulega heimafengið og oftast frábær vara, en hefur umtalsverð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda, eins og lesa má í skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands frá árinu 2016. Það er erfitt að setja nákvæma tölu á það, en þó auðvelt að lesa út úr skýrslunni að rýrnun landgæða vegna beitarálags losar bæði gífurlegt magn af gróðurhúsalofttegundum og skerðir getu landsins til að taka upp koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þetta hlýtur að þurfa að taka með í reikninginn þegar fólk myndar sér skoðun á kolefnissporinu. Hitt dæmið er af kjúklingakjöti. Blasir ekki við að kolefnisspor innlends kjúklingakjöts sé minna en innflutts? Ekki endilega. Íslenzkir kjúklingabændur ala fuglana nánast eingöngu á innfluttu fóðri, en kjúklingabændur í nágrannalöndunum þurfa iðulega ekki að sækja fóður um langan veg. Til að framleiða kíló af innlendu kjúklingakjöti þarf um tvö kíló af innfluttu fóðri. Með öðrum orðum þarf tvöfalt meiri flutninga til landsins til að framleiða kjúkling innanlands en ef keypt er kjúklingakjöt frá öðrum löndum. Þessi dæmi eru ekki sett fram til að varpa neinni rýrð á ofangreindar búvörur eða framleiðendur þeirra, eingöngu til að sýna fram á að framleiðsluferlar í matvælaiðnaði geta verið flóknir, aðföngin komið víða að og áhrifin á losun gróðurhúsalofttegunda eru margvísleg. Það dugir neytandanum ekki að líta bara á upprunaland vörunnar til að mynda sér skoðun um kolefnissporið. Og að framleiða matinn á Íslandi stuðlar ekkert endilega að lausn loftslagsvandans.Góð hugmynd fyrir matvælaútflutningslandið Ísland? Við getum svo velt því fyrir okkur hvað það myndi þýða fyrir afkomu þjóðarbúsins ef sú hugsun yrði almennt ofan á um allan heim að borða sem allra mest af heimafengnum mat og flytja sem minnst inn, í þágu loftslagsmarkmiða. Ísland er matarútflutningsland. Árið 2016 fluttu Íslendingar út mat fyrir um 248 milljarða króna. Þar af voru sjávarafurðir fyrir 231 milljarð og búvörur fyrir 17 milljarða. Þetta voru um 46% af heildarvöruútflutningi landsins það árið. Innflutningur á mat- og drykkjarvörum nam hins vegar 57,4 milljörðum króna. Ef öll ríki kæmust að þeirri niðurstöðu að þau ættu að framleiða matinn heima hjá sér og ekki kaupa hann frá útlöndum yrði íslenzka hagkerfið fyrir gífurlegu höggi. Og svo mikið er víst að við myndum aldrei torga sjálf öllum fiskinum sem við veiðum; til þess hefði hver íbúi á Íslandi þurft að borða 1,8 tonn af sjávarafurðum árið 2016.Við lifum á milliríkjaviðskiptum með mat Íslenzka hagkerfið er lítið og fremur einhæft. Lega landsins gerir líka að verkum að við getum ekki framleitt mikið af mat og drykk sem okkur finnst sjálfsagður hluti af fæðuframboðinu, til dæmis nánast allt kornmeti, flesta ávexti, mikið af grænmeti, allt léttvín og þar fram eftir götunum. Ísland hefur öldum saman verið háð utanríkisviðskiptum með þessar vörur og verður það áfram. Það sama á raunar í vaxandi mæli við um vörur sem hægt er að framleiða á Íslandi; við flytjum þær ekki bara inn til að fá meiri fjölbreytni í kæliborð búðanna heldur einfaldlega af því að innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Þannig var um fjórðungur af innanlandsneyzlu á svína- og nautakjöti fluttur inn í fyrra. Sama má segja um ýmsar grænmetistegundir sem eru ræktaðar á Íslandi. Það er góð hugmynd – og í raun bráðnauðsynlegt – að neytendur velti í auknum mæli fyrir sér kolefnisspori vörunnar, sem þeir kaupa. En í fyrsta lagi segir það ekki alla sögu um kolefnissporið, um hversu langan veg sjálf varan hefur verið flutt, heldur þarf líka að skoða uppruna aðfanganna sem þurfti til að framleiða hana. Í öðru lagi verða það áfram brýnir lífshagsmunir Íslendinga að milliríkjaviðskipti með mat séu sem frjálsust og auðveldust; hvort sem það er til að koma fiskinum okkar á erlenda markaði eða uppfylla innlenda eftirspurn með innflutningi á mat. Árangur Íslands í loftslagsmálum getur ekki byggzt á því að hverfa frá milliríkjaviðskiptum með mat – við lifum á þeim. Við getum hins vegar gert margt til að gera flutninga og framleiðsluferla umhverfisvænni. „Ef öll ríki kæmust að þeirri niðurstöðu að þau ættu að framleiða matinn heima hjá sér og ekki kaupa hann frá útlöndum yrði íslenzka hagkerfið fyrir gífurlegu höggi.“
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun