Allir krakkar og klámvæðingin Anna Bentína Hermansen skrifar 26. október 2018 08:00 Vissir þú að meðalaldur íslenskra stráka þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti er 11 ára? Klámefni sem er aðgengilegt öllum á netinu í dag er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og dregur ekki upp raunsæja mynd af kynlífi. 45% stráka í 8.-10. bekk á Íslandi horfa á klám einu sinni í viku eða oftar sem segir okkur að mjög margir strákar hafi séð margfalt fleiri klukkustundir af klámi en þeir hafa fengið af kynfræðslu og umræðu um þessi mál. Í klámi er markaleysi allsráðandi og lítil áhersla á samþykki og heilbrigð samskipti þannig að myndin sem margir strákar fá af kynlífi er ansi skekkt og óraunsæ. Tölfræði Stígamóta sýnir að gerendur kynferðisofbeldis eru fyrst og fremst ungir menn. Ennfremur endurspegla frásagnir brotaþola áþreifanlega áhrif kláms. Kynferðisofbeldi er ekki náttúrulögmál heldur lærð hegðun og rannsóknir sýna að þar geti klámáhorf spilað stórt hlutverk og haft mikil áhrif, t.a.m. á viðhorf til kynlífs, upplifunar á kynlífi, kynverund áhorfandans og viðhorfs til kvenna. Það á enginn rétt á kynlífi – en sá sem heldur það er mjög líklegur til að fara yfir mörk. Á tímum óraunsærra fyrirmynda á samfélagsmiðlum og aukins aðgengis að klámi er mikilvægt að veita mótvægi við því áreiti sem krakkar fá þaðan um kynlíf og samskipti kynjanna. Það er mikilvægt að fræða alla krakka um kynlíf og gera þarf betur þegar kemur að samskiptum og mörkum. Sá sem beitir ofbeldinu er alltaf ábyrgur fyrir því – hins vegar ber samfélagið ábyrgð á því afskiptaleysi sem klámáhorfi unglinga er sýnt. Foreldar eru hluti af þessu samfélagi en þetta er ekki eingöngu þeirra viðgangsefni heldur einnig stjórnvalda, menntakerfisins og almennings alls. Klámvæðing og nauðgunarmenning varðar samfélagið og við verðum öll að vakna og hætta að líta undan! Í dag hefst herferð Stígamóta #allirkrakkar en markmið hennar er að safna fé til að stofna fræðslumiðstöð innan Stígamóta sem sinnir fræðslu og forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Við ýtum herferðinni úr vör með útgáfu leikinnar auglýsingar sem endurspeglar reynslu brotaþola sem leita til Stígamóta. Myndbandið sýnir þroskasögu tveggja krakka og hvernig staðalmyndir hafa alvarleg áhrif á samskipti þeirra. Í lokin er höfðað til foreldra og þeim bent á að allir krakkar geta orðið annað hvort gerendur eða þolendur kynferðisofbeldis. Auðvitað viljum við hvorugt og þess vegna þurfum við að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi! Sendu SMS-ið ALLIRKRAKKAR í 1900 til að leggja þitt af mörkum (kr. 1900) til fræðslu og forvarnarverkefna Stígamóta. Átakið mun ná hámarki fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:40 með fræðsluþætti á RÚV sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Fyrir hönd Stígamóta, Anna Bentína Hermansen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Vissir þú að meðalaldur íslenskra stráka þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti er 11 ára? Klámefni sem er aðgengilegt öllum á netinu í dag er í flestum tilfellum ofbeldisfullt og dregur ekki upp raunsæja mynd af kynlífi. 45% stráka í 8.-10. bekk á Íslandi horfa á klám einu sinni í viku eða oftar sem segir okkur að mjög margir strákar hafi séð margfalt fleiri klukkustundir af klámi en þeir hafa fengið af kynfræðslu og umræðu um þessi mál. Í klámi er markaleysi allsráðandi og lítil áhersla á samþykki og heilbrigð samskipti þannig að myndin sem margir strákar fá af kynlífi er ansi skekkt og óraunsæ. Tölfræði Stígamóta sýnir að gerendur kynferðisofbeldis eru fyrst og fremst ungir menn. Ennfremur endurspegla frásagnir brotaþola áþreifanlega áhrif kláms. Kynferðisofbeldi er ekki náttúrulögmál heldur lærð hegðun og rannsóknir sýna að þar geti klámáhorf spilað stórt hlutverk og haft mikil áhrif, t.a.m. á viðhorf til kynlífs, upplifunar á kynlífi, kynverund áhorfandans og viðhorfs til kvenna. Það á enginn rétt á kynlífi – en sá sem heldur það er mjög líklegur til að fara yfir mörk. Á tímum óraunsærra fyrirmynda á samfélagsmiðlum og aukins aðgengis að klámi er mikilvægt að veita mótvægi við því áreiti sem krakkar fá þaðan um kynlíf og samskipti kynjanna. Það er mikilvægt að fræða alla krakka um kynlíf og gera þarf betur þegar kemur að samskiptum og mörkum. Sá sem beitir ofbeldinu er alltaf ábyrgur fyrir því – hins vegar ber samfélagið ábyrgð á því afskiptaleysi sem klámáhorfi unglinga er sýnt. Foreldar eru hluti af þessu samfélagi en þetta er ekki eingöngu þeirra viðgangsefni heldur einnig stjórnvalda, menntakerfisins og almennings alls. Klámvæðing og nauðgunarmenning varðar samfélagið og við verðum öll að vakna og hætta að líta undan! Í dag hefst herferð Stígamóta #allirkrakkar en markmið hennar er að safna fé til að stofna fræðslumiðstöð innan Stígamóta sem sinnir fræðslu og forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Við ýtum herferðinni úr vör með útgáfu leikinnar auglýsingar sem endurspeglar reynslu brotaþola sem leita til Stígamóta. Myndbandið sýnir þroskasögu tveggja krakka og hvernig staðalmyndir hafa alvarleg áhrif á samskipti þeirra. Í lokin er höfðað til foreldra og þeim bent á að allir krakkar geta orðið annað hvort gerendur eða þolendur kynferðisofbeldis. Auðvitað viljum við hvorugt og þess vegna þurfum við að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi! Sendu SMS-ið ALLIRKRAKKAR í 1900 til að leggja þitt af mörkum (kr. 1900) til fræðslu og forvarnarverkefna Stígamóta. Átakið mun ná hámarki fimmtudagskvöldið 1. nóvember kl. 20:40 með fræðsluþætti á RÚV sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Fyrir hönd Stígamóta, Anna Bentína Hermansen
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun