Rannsókn á fimmtán milljarða undanskotum í réttum farvegi Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2018 19:00 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki hægt að úthrópa alla sem með löglegum hætti hafi átt fjármuni í aflandsfélögum. Hins vegar hafi eftirgrennslan skattyfirvalda leitt í ljós að um 15 milljörðum króna hafi verið komið undan skattlagningu og þau mál væru í eðlilegum farvegi hjá skattyfirvöldum. Oddný G. Harðardóttir Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að meðal eigenda fjármuna í aflandsfélögum séu aðilar sem hafi fengið háar upphæðir afskrifaðar eftir fall bankanna haustið 2008. Þá væru dæmi um að kröfur í þrotabú bankanna hafi verið vistaðar í aflandsfélögum. Síðan hafi háar fjárhæðir komið til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans og tryggt eigendum verulegan gróða. Að mati Oddnýjar getur aðeins opinber rannsókn aflétt þeirri leynd sem yfir þeirri leið ríkti. „Ég vil því spyrja hvort hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra telji ekki tímabært að bera þessa hópa saman. Þá sem fengu háar fjárhæðir afskrifaðar hjá bönkunum, kröfur aflandsfélaga í þrotabú bankanna og þátttöku í fjárfestingarleið Seðlabankans eða gjaldeyrisútboðum. Ef það yrði gert fengjust svo við því hvort hér sé um einhverja sömu aðila að ræða,” sagði Oddný. Í einhverjum tilvikum virðist sem eignarhaldsfélög hafi gagngert verið stofnuð til að skuldsetja þau og lánsfé síðan fært til aflandsfélaga. Panamaskjölin gætu hjálpað til við að rekja þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftirlitsstofnanir eiga að sinna öllum vísbendingum um að lög hafi verið brotin. Þingmaðurinn hafi sjálfur tekið þátt í að skapa reglur sem gerðu það löglegt að eiga fé á aflandssvæðum. „Þannig að það er ekki hægt að annars vegar setja slík lög í þessum sal og hins vegar úthrópa alla þá sem fylgja þeim lögum. Það bara einfaldlega gengur ekki upp og það er ekki réttarríki sem menn búa í þar sem menn koma þannig fram,” sagði fjármálaráðherra. Hins vegar hafi Alþingi samþykkt að gengið væri á eftir því hvort farið hafi verið á svig við lög í þessum efnum og sett í það fjárveitingu. Í svari til þingmannsins fyrr í sumar hafi komið fram að talið væri að allt að 15 milljörðum hafi verið haldið frá skattlagningu. „Þau mál eru í eðlilegum farvegi. Önnur mál eins og háttvirtur þingmaður vísar til og ég þekki ekki og er ekki með á mínu borði sérstaklega eiga að hafa sinn skýra farveg í okkar réttarvörslukerfi,” sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira