Skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 18:02 Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Aðsend mynd Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Fréttastofa New York Times hefur undir höndum minnisblað frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum en þar segir að lagalegri skilgreiningu kyns verði breytt með þeim hætti að allir þegnar landsins muni teljast til þess kyns sem kynferði þeirra gefa til kynna við fæðingu og ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda fólks en varlega áætlað er talið að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Í yfirlýsingu félagasamtakanna segir að fyrirætlanirnar endurspegli hvort tveggja í senn skort á vísinda-og söguþekkingu og djúpstæða fyrirlitningu í garð trans og intersex fólks.Yrði gríðarlegt bakslag í baráttunni „Sú hugmynd að skipta megi mannkyninu í tvo fullkomlega einsleita líffræðilega flokka, karla og konur, er ofureinföldun sem kannski hentar ágætlega til líffræðikennslu í grunnskólum. Hún fangar þó engan veginn hinn margslungna veruleika líffræðilegs kyns. Í krafti þessarar einföldunar hefur intersex fólk verið afmáð af spjöldum sögunnar og sætt grófum mannréttindabrotum, oft af hálfu opinberra stofnana, sem eru fyrst nú að koma í ljós. Tillaga heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna væri gríðarlegt bakslag í mannréttindabaráttu intersex fólks og enn ein tilraun yfirvalda til að afmá tilvist þeirra.“ Tilvist trans- og intersex fólks verður ekki afmáð Í yfirlýsingunni segir jafnframt að tilvist transfólks og intersexfólks verði aldrei afmáð með pennastriki, hún er óyggjandi veruleiki. „Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er ritað að allir menn séu „skapaðir jafnir og frjálsir, og að af jafnri sköpun þeirra leiði ásköpuð óafsalanleg réttindi, þar á meðal réttinn til lífs, frelsis og hamingjuleitar“. Spurningin sem Bandaríkin standa nú frammi fyrir er: Ætla þau að standa vörð um þessi réttindi allra borgara sinna – eða troða á þeim?“ er sagt í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. 21. október 2018 16:21 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Fern félagasamtök Samtökin ‚78, Intersex Ísland, Trans Ísland og Hinsegin dagar skora á ríkisstjórn Íslands að fordæma harðlega fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjastjórnar og beita sér af festu fyrir réttindum hinsegin fólks. Fréttastofa New York Times hefur undir höndum minnisblað frá heilbrigðisyfirvöldum í Bandaríkjunum en þar segir að lagalegri skilgreiningu kyns verði breytt með þeim hætti að allir þegnar landsins muni teljast til þess kyns sem kynferði þeirra gefa til kynna við fæðingu og ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda fólks en varlega áætlað er talið að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Í yfirlýsingu félagasamtakanna segir að fyrirætlanirnar endurspegli hvort tveggja í senn skort á vísinda-og söguþekkingu og djúpstæða fyrirlitningu í garð trans og intersex fólks.Yrði gríðarlegt bakslag í baráttunni „Sú hugmynd að skipta megi mannkyninu í tvo fullkomlega einsleita líffræðilega flokka, karla og konur, er ofureinföldun sem kannski hentar ágætlega til líffræðikennslu í grunnskólum. Hún fangar þó engan veginn hinn margslungna veruleika líffræðilegs kyns. Í krafti þessarar einföldunar hefur intersex fólk verið afmáð af spjöldum sögunnar og sætt grófum mannréttindabrotum, oft af hálfu opinberra stofnana, sem eru fyrst nú að koma í ljós. Tillaga heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna væri gríðarlegt bakslag í mannréttindabaráttu intersex fólks og enn ein tilraun yfirvalda til að afmá tilvist þeirra.“ Tilvist trans- og intersex fólks verður ekki afmáð Í yfirlýsingunni segir jafnframt að tilvist transfólks og intersexfólks verði aldrei afmáð með pennastriki, hún er óyggjandi veruleiki. „Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er ritað að allir menn séu „skapaðir jafnir og frjálsir, og að af jafnri sköpun þeirra leiði ásköpuð óafsalanleg réttindi, þar á meðal réttinn til lífs, frelsis og hamingjuleitar“. Spurningin sem Bandaríkin standa nú frammi fyrir er: Ætla þau að standa vörð um þessi réttindi allra borgara sinna – eða troða á þeim?“ er sagt í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. 21. október 2018 16:21 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. 21. október 2018 16:21