Hafa áhyggjur af versnandi horfum í ferðaþjónustu Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. október 2018 13:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“ Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Áhætta í fjármálakerfinu hefur aukist að mati Seðlabanka Íslands en er enn hófleg. Töluvert hefur hægt á vexti ferðaþjónustunnar og er staða hennar einn stærsti óvissuþátturinn sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir um þessar mundir að mati sérfræðinga Seðlabankans. Í haustútgáfu ritsins Fjármálastöðugleika er fjallað nokkuð um stöðu ferðaþjónustunnar, sem er stærsta einstaka útflutningsatvinnugrein þjóðarbúsins, en efni ritsins var kynnt í Seðlabankanum í morgun. Staða og horfur í ferðaþjónustu hafa versnað. Samkeppni í flugi er afar hörð og flugfélög hafa ekki hækkað fargjöld þrátt fyrir miklar hækkanir á olíuverðs á undanförnum mánuðum. Í ritinu kemur fram að íslensku flugfélögin hafi ekki farið varhluta af þessari þróun og glíma þau við ögrandi rekstrarumhverfi sem birtist meðal annars í taprekstri og verri sætanýtingu. Í ritinu kemur fram að Ísland sé orðið einn af dýrustu áfangastöðum Evrópu enda er raungengi krónunnar afar hátt í sögulegu samhengi um þessar mundir. Þá fjölgar ferðamönnum hægar en undanfarin ár. Á fyrstu níu mánuðum ársins fjölgaði brottförum erlendra ríkisborgara frá Keflavík um 5,5 prósent samanborið við 28,2 prósenta vöxt á sama tíma í fyrra. Gistinóttum fjölgaði aðeins um 1,7 prósent á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við 10,9 prósenta vöxt á sama tímabili í fyrra. Erlend greiðslukortanotkun mæld í krónum hefur svo dregist saman um rúmlega 10 prósent. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir að ferðaþjónustan geti líklega ekki treyst á tekjuvöxt vegna frekari fjölgunar ferðamanna.Er Seðlabankinn að búast við samdrætti í ferðaþjónustu? „Nei, við erum nú ekki að búast við því að það verði samdráttur en það hefur hægt á komu ferðamanna. Það var alveg ljóst að þessi kröftugi vöxtur sem verið hefur undanfarin var ekki sjálfbær. Það sem hefur breyst frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika er að olíuverð hefur hækkað gríðarlega og samkeppni í flugrekstri gerir það að verkum að flugfélögin eiga erfitt með að setja þann kostnað út í verð. Þess vegna birtast þessir auknu rekstrarerfiðleikar flugfélaganna,“ segir Rannveig. Rannveig segir að heimili og fyrirtæki þurfa að sýna varfærni til að mæta mögulegum samdrætti í hagkerfinu. „Það sem við erum aðallega að benda á núna er að bankarnir, fyrirtækin og heimilin stígi varlega til jarðar vegna þess að við sjáum að áhættan og óvissan eru að aukast.“
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira