Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2018 18:49 Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi Arion banka á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Vísir/Eyþór Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum og er það meðal annars rakið til gjaldþrots flugfélagsins Primera Air. Hagnaður samstæðu bankans nam engu að síður 1,1 milljarði króna á tímabilinu og 6,2 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Í afkomutilkynningu bankans sem send var út í dag kemur fram að arðsemi eigin fjár hans hafi verið 2,3% á þriðja ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra var arðsemin neikvæð um 0,2% og skilaði bankinn hundrað milljón króna tapi. Niðurfærslur sem tengjast Primera Air eru sagðar hafa áhrif á afkomu fjórðungsins og fyrstu níu mánuði ársins. Bankinn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun október þar sem vísað var til ófyrirséðra atburða sem kæmu niður á afkomunni. Fyrstu níu mánuði þessa árs skilaði Arion banki 4,2 milljörðum minni hagnaði en á sama tíma í fyrra. Arðsemin það sem af er ári er 3,9% borið saman við 6,3% á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs. Heildareignir námu 1.219,5 milljörðum króna í lok september 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,3 milljörðum króna, samanborið við 225,6 milljarða króna í árslok 2017. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð í lok september 2018. Eiginfjárhlutfall bankans var 21,7% í lok september en var 24,0% í árslok 2017. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 nam 21,6% í lok september, samanborið við 23.6% í árslok 2017. Tengdar fréttir Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18 Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var undir væntingum og er það meðal annars rakið til gjaldþrots flugfélagsins Primera Air. Hagnaður samstæðu bankans nam engu að síður 1,1 milljarði króna á tímabilinu og 6,2 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins. Í afkomutilkynningu bankans sem send var út í dag kemur fram að arðsemi eigin fjár hans hafi verið 2,3% á þriðja ársfjórðungi. Á sama tímabili í fyrra var arðsemin neikvæð um 0,2% og skilaði bankinn hundrað milljón króna tapi. Niðurfærslur sem tengjast Primera Air eru sagðar hafa áhrif á afkomu fjórðungsins og fyrstu níu mánuði ársins. Bankinn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun október þar sem vísað var til ófyrirséðra atburða sem kæmu niður á afkomunni. Fyrstu níu mánuði þessa árs skilaði Arion banki 4,2 milljörðum minni hagnaði en á sama tíma í fyrra. Arðsemin það sem af er ári er 3,9% borið saman við 6,3% á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs. Heildareignir námu 1.219,5 milljörðum króna í lok september 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,3 milljörðum króna, samanborið við 225,6 milljarða króna í árslok 2017. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð í lok september 2018. Eiginfjárhlutfall bankans var 21,7% í lok september en var 24,0% í árslok 2017. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 nam 21,6% í lok september, samanborið við 23.6% í árslok 2017.
Tengdar fréttir Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18 Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Forstjóri Primera kaupir ferðaskrifstofur Félag í eigu forstjóra Primera Air hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Air samstæðunnar og tekið yfir skuldir við Arion banka. Primera Air sótti um greiðslustöðvun í byrjun þessa mánaðar. 13. október 2018 13:18
Mikið tap hjá Arion vegna Primera Air Arion banki hefur sent frá sér afkomuviðvörun sem samkvæmt heimildum Vísis má rekja til gjaldþrots Primera Air. Tilkynnt var í gær að flugfélagið myndi fara í greiðslustöðvun í dag. 2. október 2018 09:01
Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00