Fótbolti

Heimir þjálfari ársins í Færeyjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimir búinn að taka yfir færeyskan fótbolta
Heimir búinn að taka yfir færeyskan fótbolta vísir/vilhelm
Heimir Guðjónsson, fyrrum þjálfari FH og núverandi þjálfari HB í Færeyjum var í gær útnefndur þjálfari ársins í færeyska boltanum. Þetta kemur fram á heimasíðu Venjarafélags Færeyja.

Útnefningin ætti ekki að koma á óvart en óhætt er að segja að Heimir hafi tekið færeysku úrvalsdeildina með trompi þar sem hann stýrði HB örugglega til sigurs í deildinni.

Undir hans stjórn setti liðið nýtt stigamet í Færeyjum þar sem liðið fékk 73 stig af 81 mögulegu. Þá var HB nálægt því að vinna tvöfalt en tapaði í vítakeppni í bikarúrslitaleiknum.

Heimir mun halda áfram að stýra liði HB næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×