Straumlaust var út frá Selfossi í rúmlega 20 mínútur vegna útleysingar á Selfosslínu 1. Samkvæmt tilkynningu á vef Landsnets var rafmagnsleysið tilkynnt klukkan 18:05. Rafmagn er komið aftur á en línan er þó enn þá úti. Ástæða rafmagnsleysisins reyndist vera vörubíll sem fór upp í línuna, að því er fram kemur í annarri tilkynningu frá Landsneti.
Atvikið er sett í gulan flokk, þ.e. flokkað sem „umfangsminni atburður“ af stigi 1. Atburðir sem þessir eru flokkaðir í stig frá 0 og upp í 3.

