Sjúkrabílar kallaðir til nánast daglega í vikunni vegna sjósundsfólks Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2018 20:18 Mörgum finnst gott að stinga sér til sunds í sjónum við Nauthólsvík. Visir/Daníel Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira