Sjúkrabílar kallaðir til nánast daglega í vikunni vegna sjósundsfólks Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2018 20:18 Mörgum finnst gott að stinga sér til sunds í sjónum við Nauthólsvík. Visir/Daníel Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Sjúkrabifreiðar hafa verið kallaðar til nánast á hverjum degi þessa vikuna vegna sjósundsfólks sem hefur lent í ofkælingu. Greint var frá þessu á Facebook-hópi Sjósunds- og sjóðbaðsfélags Reykjavíkur en þar kom jafnframt fram að sjúkraflutningafólk væri orðið svekkt á ástandinu. Ragnheiður Valgarðsdóttir er í stjórn Sjósundsfélags Reykjavíkur en hún segir í samtali við Vísi að sjórinn sé aðeins kaldari en hann er venjulega á þessum árstíma. Yfirleitt er hann um fimm gráður í endaðan október en hefur verið í þremur gráðum þessa vikuna. Hún bendir jafnframt á að stór hópur nýrra iðkenda, sem hóf sjósund í vor og sumar, sé mögulega ekki að átta sig á því hvað sjórinn hefur kólnað hratt. „Þú ert vanur að synda þína leið og þú heldur því áfram og gleymir því að kuldinn er orðinn meiri.“ Hún segir mikilvægt að fólk hugi vel að mataræðinu og sé búið að borða áður en það fer í sjóinn. „Fólk er kannski að koma beint úr vinnu og hendir sér í sjóinn og syndir sína þrjú hundruð eða fjögur hundruð metra og áttar sig ekki á því að það er ekki alveg eins og að synda í átta gráðum sem voru í september. Þegar hitastigið hrapar svona niður verða menn að stytta sundið,“ segir Ragnheiður. Sjálf hefur hún stundað sjósund í tíu ár og kippir sér ekki upp við þessa breytingu en segist þurfa eins og aðrir að passa sig á því að stytta sundið þegar sjórinn kólnar og hlusta á líkamann. Fyrir tíu árum var sjósundshópurinn eins og lítil fjölskylda þar sem allir þekktust en á síðustu árum hefur orðið sprenging í fjölda iðkenda sem eru á öllum aldri, ýmist vant íþróttafólk eða bara forvitnir einstaklingar sem gera það ánægjunnar vegna. Enda sjósund frábær útivist að sögn Ragnheiðar, líkamlega og andlega nærandi.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira