„Ánægja með verkefnið og ávinning landanna" Heimsljós kynnir 2. nóvember 2018 11:30 Á síðasta ári var skrifað undir áframhaldandi samstarf við Umhverfisstofnun SÞ (UN Environment, UNEP) í Næróbí um jarðhitaþróun í Austur-Afríku undir ARGeo-verkefninu Utanríkisráðuneytið hélt í vikunni rýnifund um jarðhitaverkefnið sem Ísland hefur rekið með Norræna Þróunarsjóðnum (NDF) síðastliðin sex ár. Fundurinn var haldinn í Kigali, höfuðborg Rúanda, en þar fer nú fram sjöunda jarðhitaráðstefnan undir merkjum ARGeo, African Rift Geothermal Conference. Íslendingar hafa á þessum sex árum leitt umfangsmikið samstarf um jarðhitarannsóknir í Austur-Afríku en verkefninu lauk formlega í lok síðasta árs. Framkvæmd nokkurra verkþátta sem ekki tókst að ljúka hefur verið fram haldið á þessu ári. Jarðhitaverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins var liður í samstarfi Íslands og Alþjóðabankans um aukna jarðhitanýtingu í Austur-Afríku. Verkefnið miðaði að því að aðstoða þjóðir í Sigdalnum mikla í austurhluta Afríku við frumrannsóknir á jarðhita til að fá úr því skorið hvort nýtanlegan jarðhita sé að finna. Að sögn Davíðs Bjarnason deildarstjóra á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins var á rýnifundinum farið yfir framgang verkefnisins og árangur, með fulltrúum samstarfslanda og stofnana. „Fulltrúar samstarfslandanna lýstu á fundinum ánægju með verkefnið og ávinning landanna af því, ásamt því sem óskir komu fram um áframhaldandi samstarf, meðal annars á sviði þjálfunar og beinnar nýtingar jarðhita,“ segir Davíð. Á síðasta ári var skrifað undir áframhaldandi samstarf við Umhverfisstofnun SÞ (UN Environment, UNEP) í Næróbí um jarðhitaþróun í Austur-Afríku undir ARGeo-verkefninu. Því er meðal annars ætlað að styðja Kenía og nágrannaríki að setja á stofn þjálfunarmiðstöð í jarðhita á svæðinu. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi kemur einnig að þjálfun og ráðgjöf í tengslum við það verkefni og reiknað er með að íslensk sérþekking nýtist vel í því starfi.ARGeoÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent
Utanríkisráðuneytið hélt í vikunni rýnifund um jarðhitaverkefnið sem Ísland hefur rekið með Norræna Þróunarsjóðnum (NDF) síðastliðin sex ár. Fundurinn var haldinn í Kigali, höfuðborg Rúanda, en þar fer nú fram sjöunda jarðhitaráðstefnan undir merkjum ARGeo, African Rift Geothermal Conference. Íslendingar hafa á þessum sex árum leitt umfangsmikið samstarf um jarðhitarannsóknir í Austur-Afríku en verkefninu lauk formlega í lok síðasta árs. Framkvæmd nokkurra verkþátta sem ekki tókst að ljúka hefur verið fram haldið á þessu ári. Jarðhitaverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins var liður í samstarfi Íslands og Alþjóðabankans um aukna jarðhitanýtingu í Austur-Afríku. Verkefnið miðaði að því að aðstoða þjóðir í Sigdalnum mikla í austurhluta Afríku við frumrannsóknir á jarðhita til að fá úr því skorið hvort nýtanlegan jarðhita sé að finna. Að sögn Davíðs Bjarnason deildarstjóra á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins var á rýnifundinum farið yfir framgang verkefnisins og árangur, með fulltrúum samstarfslanda og stofnana. „Fulltrúar samstarfslandanna lýstu á fundinum ánægju með verkefnið og ávinning landanna af því, ásamt því sem óskir komu fram um áframhaldandi samstarf, meðal annars á sviði þjálfunar og beinnar nýtingar jarðhita,“ segir Davíð. Á síðasta ári var skrifað undir áframhaldandi samstarf við Umhverfisstofnun SÞ (UN Environment, UNEP) í Næróbí um jarðhitaþróun í Austur-Afríku undir ARGeo-verkefninu. Því er meðal annars ætlað að styðja Kenía og nágrannaríki að setja á stofn þjálfunarmiðstöð í jarðhita á svæðinu. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi kemur einnig að þjálfun og ráðgjöf í tengslum við það verkefni og reiknað er með að íslensk sérþekking nýtist vel í því starfi.ARGeoÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent