Segja engar grafir lagðar undir hótel Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 21:21 Frá mótmælunum í dag. Forsvarsmenn framkvæmda á Landssímareitnum segja engar grafir verða lagðar undir hótel þar. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna mótmæla sem fóru fram í dag. Þar segir að þessum upplýsingum hafi ítrekað verið komið til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs, sem skipulögðu mótmælin, og að fornleifafræðingur hafi gert það sömuleiðis. „Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingunni Þar segir einnig að fyrirhugaðar byggingar hafi verið í skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá 1987. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiddi mótmælin. Þar voru lesin upp nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem jarðsett voru í garðinum á árum áður. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmælin í dag.Hér er yfirlýsing forsvarsmanna framkvæmda á Landssímareitnum í heild sinni og myndir af deiliskipulaginu. Í dag fóru fram mótmæli í Víkurgarði af hálfu hóps sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Er það í annað sinn sem hópurinn mótmælir byggingaráformum á Landssímareitnum. Í fréttatilkynningu frá mótmælendum segir að mótmælin séu til að koma í veg fyrir að „grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.“ Jafnframt segir hópurinn að áform séu uppi um að hótel verði byggt í Víkurgarði, þar sem styttan af Skúla fógeta stendur nú. Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Fyrirhugaðar byggingar á Landssímareitnum, þar sem Landssímahúsið stendur, hafa verið á skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1987. Þessum uppdráttum er hægt að fletta upp á netinu. Framkvæmdaaðilar hafa jafnframt góðfúslega og ítrekað komið þessum upplýsingum til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs. Þá hefur Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, bent forsvarsmönnum hópsins á þessar upplýsingar.Aðaluppdráttur.Deiliskipulag frá 1988.Núgildandi deiliskipulag. Tengdar fréttir Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Forsvarsmenn framkvæmda á Landssímareitnum segja engar grafir verða lagðar undir hótel þar. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna mótmæla sem fóru fram í dag. Þar segir að þessum upplýsingum hafi ítrekað verið komið til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs, sem skipulögðu mótmælin, og að fornleifafræðingur hafi gert það sömuleiðis. „Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingunni Þar segir einnig að fyrirhugaðar byggingar hafi verið í skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá 1987. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiddi mótmælin. Þar voru lesin upp nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem jarðsett voru í garðinum á árum áður. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmælin í dag.Hér er yfirlýsing forsvarsmanna framkvæmda á Landssímareitnum í heild sinni og myndir af deiliskipulaginu. Í dag fóru fram mótmæli í Víkurgarði af hálfu hóps sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Er það í annað sinn sem hópurinn mótmælir byggingaráformum á Landssímareitnum. Í fréttatilkynningu frá mótmælendum segir að mótmælin séu til að koma í veg fyrir að „grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.“ Jafnframt segir hópurinn að áform séu uppi um að hótel verði byggt í Víkurgarði, þar sem styttan af Skúla fógeta stendur nú. Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Fyrirhugaðar byggingar á Landssímareitnum, þar sem Landssímahúsið stendur, hafa verið á skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1987. Þessum uppdráttum er hægt að fletta upp á netinu. Framkvæmdaaðilar hafa jafnframt góðfúslega og ítrekað komið þessum upplýsingum til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs. Þá hefur Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, bent forsvarsmönnum hópsins á þessar upplýsingar.Aðaluppdráttur.Deiliskipulag frá 1988.Núgildandi deiliskipulag.
Tengdar fréttir Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Leiðir mótmæli afkomendanna Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. 17. nóvember 2018 12:00