Íbúum á tjaldstæðinu í Laugardal boðinn leigusamningur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 19:00 Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum. Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt. Í fréttum okkar í haust kom fram að ekki yrði heimilt að vera með hjólhýsi eða húsbíla til lengri tíma yfir vetrartímann á tjaldstæðinu í Laugardal. Farfuglar hafa unnið að lausn fyrir þá sem eru í brýnum húsnæðisvanda í samstarfi við Reykjavíkurborg og nú hefur íbúum verið boðið að gera leigusamninga fyrir veturinn. Mánaðarleiga hljóðar uppá 43.000 krónur ásamt rafmagni. Einar hefur ásamt sambýliskonu sinni búið á tjaldstæðinu í þrjár vikur. Ekkert annað hafi verið í boði. „Ég er hérna vegna húsnæðisleysis. Við bjuggum um hríð hjá vini mínum en svo gekk það ekki lengur. Það er mjög erfitt að leigja og erfitt að finna húsnæði. Ég get ekki boðið konunni minni að búa í herbergi ásamt öðrum. Ég ákvað því að kaupa þetta hjólhýsi og búa í því,“ segir Einar. Hann gagnrýnir húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu. „Ástandið í húsnæðismálum er alveg hörmulegt. Ég hef þurft að flýja með konuna til útlanda til að fá húsnæði. Þetta er eins og rándýragarður þar sem allir eru uppi á bakinu á hver öðrum. Það er mikið að ófullnægjandi húsnæði, mjög litlu húsnæði, mjög dýru húsnæði og mjög erfitt að fá það og það sem vantar hér á Reykjavíkursvæðinu er hjóhýsagarður þar sem gilda strangar umgengnisreglur þar sem fólk getur dvalið í sínum húsbílum í lengri tíma. Slíkt er í boði alls staðar í löndunum í kringum okkur, “ segir hann. Einar segir að flestir þeir sem búi á tjaldstæðinu séu á aldrinum 40-60 ára og samkomulagið sé gott. Hann er ánægður í húsbílnum sínum en svaf þó lítið í nótt vegna óveðurs. „Síðasta nótt var mjög erfið. Mjög mikið rok og hjólhýsið lék á reiðiskjálfi. Ég þarf líklega að strappa það niður í svona miklu roki svo það fari nú ekki að fjúka,“ segir Einar að lokum.
Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira