Kvennalið Breiðabliks leitar nú að nýjum þjálfara fyrir liðið sitt en Margrét Sturlaugsdóttir hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins.
Breiðabliksliðið hefur tapað öllum átta leikjum sínum í deildinni og situr á botninum. Blikar hafa verið inn í flestum leikjum og einum þeirra tapaði liðið í framlengingu.
Blikar urðu síðan fyrir miklu áfalli þegar landsliðskonan Isabella Ósk Sigurðardóttir sleit krossband á dögunum.
Margrét hefur sjálf verið að glíma við erfið veikindi og ætlar nú að huga að heilsu sinni.
Blikar sendu Karfan.is tilkynningu og er hún hér fyrir neðan.
Tilkynning frá Breiðablik:
Margrét Sturlaugsdóttir hefur óskað eftir því við félagið að fá að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks kvenna.
Ákvörðun þessi er tekin af yfirvegun og í mesta bróðerni. Margrét hefur verið að glíma við erfið veikindi og ætlar nú að huga að heilsunni.
Breiðablik vill þakka Margréti fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.
Blikar hefja nú leit af þjálfara en samkvæmt tilkynningu er leitin hafin. Næsti leikur Breiðabliks er þann 25. nóvember næstkomandi en landsleikjahlé er í gangi í Dominos deild kvenna þessa dagana.
Margrét hættir sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn


„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
