Samningur Vegagerðarinnar og Björgunar er fyrir árin 2019 til 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni leggur Björgun til skipin Dísu, Pétur mikla, Reyni og Sóleyju til dýpkunar Landeyjahafnar.
Deilt um afkastagetu
Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum telja að Vegagerðin hafi ekki verið nógu kröfuhörð í útboði sínu varðandi afkastagetu.„Þetta snýr ekkert bara að Björgun, þetta snýr að því að sporin hræða. Við höfum verið með fyrirtæki sem hefur tækjakost til þess að gera þetta. Áhyggjurnar snúa að því hvort það er tækjakostur sem þarf til að dýpka hratt og vel til staðar. Við höldum ekki,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem vísar til fyrirtækisins Jan De Null sem hefur séð um dýpkun Landeyjahafnar.
Björgun bauð lægst
Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda en Björgun bauð um 618 milljónir króna í verkið og Jan De Null 1180 milljónir. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að reynslan sýni að Björgun hafi opnað höfnina á svipuðum tíma og Jan De Null.Tækjabúnaður erlenda fyrirtækisins hafi verið metinn betri en á móti komi að Björgun hafi sýnt að fyritækið getið dýpkað við erfiðari aðstæður.