Hjónin George Wagner III og Angela Wagner og synir þeirra George og Edward eru sökuð um að hafa myrt átta meðlimi sömu fjölskyldunnar í apríl árið 2016. Fórnarlömbin báru öll ættarnafnið Rhoden og voru á aldrinum 16-44 ára. Þá var tvítug unnusta eins fjölskyldumeðlimsins einnig myrt.
Líkin átta fundust á fjórum stöðum í sýslunni en fólkið hafði allt verið skotið í höfuðið. Þá eru hin grunuðu sögð hafa þyrmt lífi þriggja barna fjölskyldunnar á aldrinum 0-3 ára. Myndir af fórnarlömbunum má sjá hér að neðan í tísti sem birt var á Twitter-reikningi saksóknara í Ohio.
These are the faces of the victims - an entire family and members of their extended family - massacred. Many of them were killed as they slept. #PikeCounty pic.twitter.com/A3DH1XsLUL
— Ohio AG Mike DeWine (@OhioAG) November 13, 2018
Saksóknari segir morðin tengjast forræði yfir barni. Samkvæmt frétt bandarísku CBS-fréttastofunnar átti Edward Wagner dóttur með einu fórnarlambanna. Wagner-fjölskyldan á öll yfir höfði sér dauðarefsingu, verði meðlimir hennar fundnir sekir.