Vinnuvikan ekki eins stutt og SA fullyrðir segir forseti ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2018 13:57 "Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal. Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi er mun meiri en áður var talið en í gær var greint frá því að Hagstofan hefði reiknað framleiðni með öðrum hætti nú en áratugum áður. Þannig sagði Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í fréttum okkar í gær að nýjust tölur sýndu að framleiðnin væri um 30 prósentum meiri en í fyrri tölum sem OECD hefði birt. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda, að mati Samtaka atvinnulífsins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir þessar tölur ekki óvænt tíðindi því þær hafi verið birtar í febrúar síðast liðnum. „Samtök atvinnulífsins vita það jafnvel og við að þetta er vanmat á vinnutíma. Þarna er ekki tekið tillit til þess að fólk er á fastlaunasamningum. Hvernig orlof er reiknað og svo framvegis. Það þarf líka að hafa það í huga að OECD gefur það sérstaklega út að þetta er ekki samanburðarhæft á milli landa. Þar sem löndin eru að nota töluvert mismunandi aðferðafræði,” segir Drífa.Þannig að framleiðni hér er ekki eins góð og þarna er verið að gefa í skyn?Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/Vilhelm„Samkvæmt þessum tölum er verið að tala um að virkur vinnutími sé undir 28 tímum á viku hérna á Íslandi. Ég held að við vitum það öll að það er ekki þannig. Þarna er því um vanmat að ræða,” segir forseti ASÍ. Drífa segir það ekki tilviljun að Samtök atvinnulífsins kjósi að draga þessar tölur fram á þessum tímapunkti, en bæði Starfsgreinasambandið og VR hafa birt kröfur sínar fyrir komandi kjarasamninga. „Það hafa verið háværar kröfur um styttingu vinnuvikunnar. Sú krafa stendur óháð þessari framsetningu. Þetta er að sjálfsögðu hluti af því að nú eru kjarasamningar að losna um áramótin og fólk að styrkja sína stöðu með ýmsum ráðum,” segir Drífa. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni fundaði nýlega með ráðherrum vegna þeirra krafna sem snúa að stjórnvöldum. Drífa segir að húsnæðismálin séu stærstu málin sem snúa að stjórnvöldum sem og skattamálin. „Það þarf aðkomu stjórnvalda. Bæði þarf að gefa meira inn í kerfið og áframhaldandi kerfi óhagnaðardrifinna leigufélaga. Síðan þarf að leysa skortinn á húsnæði hérna á Íslandi. Það vantar átta þúsund íbúðir,” segir Drífa Snædal.
Kjaramál Tengdar fréttir Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00 OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. 12. nóvember 2018 20:00
OECD kippir Íslandi út úr tölum um vinnutíma Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar. 12. nóvember 2018 09:00