Framleiðni á Íslandi jókst um þriðjung með einu pennastriki Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. nóvember 2018 20:00 Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ísland er ekki í nýjum tölum OECD um vinnustundir því Hagstofa Íslands birti fyrr á þessu ári nýtt mat á útreikningum vinnustunda og á OECD eftir að taka tillit til þess. Í mati Hagstofunnar kemur fram að fjöldi vinnustunda á Íslandi sé 16-22 prósent lægri en áður var talið. Það skýrist meðal annars af því að einstaklingar hafi gefið upp of margar vinnustundir í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknar. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda. Langur vinnudagur Íslendinga hefur lengi þótt vitnisburður um eljusemi og starfsþrótt en er hann kannski bara þjóðsaga? Og hvernig koma tölur um vinnustundir Íslendinga á grundvelli nýrra útreikninga Hagstofunnar út í samanburði við nýbirtar tölur OECD? Ísland var með 1883 vinnustundir á ári miðað við eldri útreikninga og hefði því endað milli Ísraels og Póllands í fyrra. Útfrá leiðréttri aðferðafræði Hagstofunnar vinna Íslendingar um 1487 vinnustundir á ári og hefði það skilað Íslendingum á milli Hollands og Frakklands en aðeins fjögur ríki vinna færri stundir. Það var Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem fyrstur greindi frá þessu á Twitter. OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma. Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta. Miðað við Hagstofuna er talan 1487 stundir sem setur Ísland á milli Hollands og Frakklands, með stuttan vinnutíma. https://t.co/sm9m9PbdR5 https://t.co/F0B80ShHVt— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 11, 2018 Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gjörbreyta tölum um framleiðni hér á landi. „Framleiðni vinnuafls á Íslandi er mun betri en áður var talið. Nýju tölurnar sýna um það bil 30 prósent meiri framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi heldur en í fyrri birtum tölum OECD,“ segir Hannes. Í raun jókst framleiðni á Íslandi með einu pennastriki þegar Hagstofan leiðrétti útreikning um fjölda vinnustunda. „Frá því að vera undir meðaltali í alþjóðlegum samanburði þá er Ísland 20 prósent yfir meðaltalinu og orðið sambærilegt við Svíþjóð, hærra en Finnland og meðal efstu þjóða hvað framleiðni varðar,“ segir Hannes. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Framleiðni á Íslandi var aukin um þriðjung með einu pennastriki þegar Hagstofa Íslands breytti útreikningum sínum um fjölda vinnustunda fyrr á þessu ári. Ísland er í flokki þeirra ríkja heims sem vinna fæstar vinnustundir ólíkt því sem áður var talið og framleiðni hér er ein sú hæsta meðal ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ísland er ekki í nýjum tölum OECD um vinnustundir því Hagstofa Íslands birti fyrr á þessu ári nýtt mat á útreikningum vinnustunda og á OECD eftir að taka tillit til þess. Í mati Hagstofunnar kemur fram að fjöldi vinnustunda á Íslandi sé 16-22 prósent lægri en áður var talið. Það skýrist meðal annars af því að einstaklingar hafi gefið upp of margar vinnustundir í úrtakskönnun vinnumarkaðsrannsóknar. Í því sambandi hafi verið bent á að hefðbundin 40 stunda vinnuvika sé í raun styttri vegna kjarasamningsbundinna réttinda. Þannig hafi menn tekið matartíma og hlé inn í fjölda vinnustunda. Langur vinnudagur Íslendinga hefur lengi þótt vitnisburður um eljusemi og starfsþrótt en er hann kannski bara þjóðsaga? Og hvernig koma tölur um vinnustundir Íslendinga á grundvelli nýrra útreikninga Hagstofunnar út í samanburði við nýbirtar tölur OECD? Ísland var með 1883 vinnustundir á ári miðað við eldri útreikninga og hefði því endað milli Ísraels og Póllands í fyrra. Útfrá leiðréttri aðferðafræði Hagstofunnar vinna Íslendingar um 1487 vinnustundir á ári og hefði það skilað Íslendingum á milli Hollands og Frakklands en aðeins fjögur ríki vinna færri stundir. Það var Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sem fyrstur greindi frá þessu á Twitter. OECD hefur tekið Ísland út úr tölum um vinnutíma. Enda virðist hann hafa verið ofmetinn svo langur vinnudagur Íslendinga er því mýta. Miðað við Hagstofuna er talan 1487 stundir sem setur Ísland á milli Hollands og Frakklands, með stuttan vinnutíma. https://t.co/sm9m9PbdR5 https://t.co/F0B80ShHVt— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 11, 2018 Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir þetta gjörbreyta tölum um framleiðni hér á landi. „Framleiðni vinnuafls á Íslandi er mun betri en áður var talið. Nýju tölurnar sýna um það bil 30 prósent meiri framleiðni á hverja vinnustund á Íslandi heldur en í fyrri birtum tölum OECD,“ segir Hannes. Í raun jókst framleiðni á Íslandi með einu pennastriki þegar Hagstofan leiðrétti útreikning um fjölda vinnustunda. „Frá því að vera undir meðaltali í alþjóðlegum samanburði þá er Ísland 20 prósent yfir meðaltalinu og orðið sambærilegt við Svíþjóð, hærra en Finnland og meðal efstu þjóða hvað framleiðni varðar,“ segir Hannes.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira