Innlent

Maðurinn sem hvarf í sumar fannst látinn á Spáni

Kjartan Kjartansson skrifar
Lík Jóhanns Gíslasonar, sem saknað hafði verið frá því um miðjan júlí, fannst á Spáni á fimmtudag. Mbl.is hefur þetta eftir lögreglunni á Vesturlandi. Ekkert bendi til þess að lát hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Síðast hafði spurst til Jóhanns 12. júlí þegar hann sást á leið á strönd á Alicante á austurströnd Spánar. Ættingjar hans tilkynntu um að hans væri saknað 16. júlí. Jónas Hallgrímur Ottósson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir Mbl.is að ættingjar Jóhanns hafi verið látnir vita af láti hans.

Á sínum tíma var vitað að Jóhann hefði keypt sér flugferð til Spánar aðra leiðina. Ættingjar hans fóru meðal annars til Spánar til að leita að honum en án árangurs. Þá fékk lögreglan heimild til að kanna síma- og bankagögn Jóhanns en sú eftirgrennslan skilaði heldur engu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×