Innlent

Lögreglan óskar eftir vitnum að umferðarslysi

Sylvía Hall skrifar
Farþegar og ökumenn bílanna voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir slysið.
Farþegar og ökumenn bílanna voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir slysið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar laugardaginn 17. nóvember. Slysið varð um klukkan 15:25 þegar tvær fólksbifreiðar rákust saman. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumönnum beri ekki saman um stöðu umferðarljósa en áreksturinn varð þegar annar bíllinn hugðist beygja á gatnamótum og aka suður Kringlumýrarbraut. Ökumenn og farþegar úr báðum bílum voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir slysið.

Lögreglan biðlar til þeirra sem urðu vitni að árekstrinum um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 eða senda þeim skilaboð á Facebook eða í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×