Hvað á það nú að þýða? Hulda Vigdísardóttir skrifar 27. nóvember 2018 14:26 Í síðustu viku flykktist fólk hvaðanæva af landinu í Hörpu að sjá Hnotubrjótinn í uppsetningu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og St. Petersburg Festival Ballet. Ungir sem aldnir – já, prúðbúin börn og misspenntir fylgifiskar, kátir listunnendur og aðrir áhugasamir gestir – trítluðu inn í Eldborgarsal til að sjá Maríu dansa við sinn ástkæra hnotubrjót og fylgjast með magnþrungnum bardaga músanna undir hrífandi tónlist Tchaikovskys. Jólagleði skein úr andlitum áhorfenda og eftir taktfast lófatak og nokkur pen húrrahróp héldu gestir aftur heim á leið, glaðir í bragði. Sjálf var ég enn á ungaaldri þegar ég kynntist undraheimi hnotubrjótsins en aðeins fjögurra ára sendi mamma mig í ballett. Að vísu var ég ekki ýkja hrifin af því uppátæki móður minnar í fyrstu þar; mér þótti jú einkar gott að sofa út og naut þess að vera komin í helgarfrí eftir fimm daga hasar á leikskólanum. Um tíma gafst mamma jafnvel upp á því að vekja mig snemma á laugardagsmorgnum og keyra mig upp í Mjódd, þar sem fjórtán litlar ballerínur æfðu plié og léku óskasteina af mikilli innlifun. Einn morguninn rauk ég þó á fætur og klæddi mig í fagurbleikan ballettbúning, sokkabuxur og hálftáskó, mömmu til mikillar undrunar. Ég bað hana að binda hvítt ballettpils utan um mig sem legið hafði ósnert inni í skáp frá því að ég fékk það í afmælisgjöf, og tilkynnti brosandi að nú væri ég sko á leiðinni í ballett. Hún brunaði með mig upp í ballettskóla og ég tiplaði borubrött inn. Eftir tímann komst mamma reyndar að því að umsjónarmenn Stundarinnar okkar, sem þá var í miklu uppáhaldi hjá mér, hefðu mætt í fylgd upptökumanna, sem mynduðu okkur ballerínurnar í bak og fyrir, og viku seinna sást ég sprikla um salinn í túbusjónvarpinu heima í stofu. Hvort sem það var tilviljun að ég skyldi einmitt hafa drifið mig þennan laugardagsmorgun eða hafi átt von á Ástu og Kela í heimsókn, þá mætti ég alla vega samviskusamlega þar eftir og næstu tólf ár. Ég tók snemma miklu ástfóstri við söguna um hnotubrjótinn og músakónginn og á sex ára afmælisdaginn gaf elsku amma mín mér myndbandsspólu með teiknimynd byggða á verkinu sem ég horfði aftur og aftur á. Ég kunni hana sennilega utan að þegar ballettskólinn setti sýninguna upp nokkrum árum síðar og ég flaug um Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu sem blómadís í fjólubláu tútú og táskóm. Líklega kannast flestir hér á landi við söguna, enda er Hnotubrjóturinn og músakóngurinn eitt vinsælasta jólaævintýri fyrr og síðar. Litskrúðugar persónur og töfraheimar þeirra gera verkið nær ódauðlegt en rúm tvö hundruð ár eru síðan það birtist fyrst á prenti. Ævintýrið er með þekktari verkum E. T. A. Hoffmanns og á marga vegu ákveðið tímamótaverk í bókmenntasögunni en þegar ég leitaði að því á íslensku greip ég í tómt. Já, þó ótrúlegt megi virðast, hafði verkið aldrei komið út í íslenskri þýðingu. Sem í draumi sá ég ömmu mína sálugu fyrir mér líta upp úr krossgátublaði sínu og horfa furðu lostin á mig úr gamla stólnum sínum. „Hvað segirðu? Getur það verið? Hvað á það nú að þýða?“ Rödd hennar söng inni í mér og eftir frekari eftirgrennslun og árangurslausa leit að íslenskri þýðingu, ákvað ég að láta slag standa og þýða ævintýrið. Þann 6. desember næstkomandi fagna ég því ekki einungis afmæli móður minnar heldur einnig útkomu nýrrar bókar. Ég þekkti söguna fyrst og fremst frá ballettnámi mínu en þó listdans sé magnað tjáningarform kom verk Hoffmanns mér stöðugt á óvart en inn í söguna tvinnast til dæmis annað ævintýri sem fær yfirleitt ekki stórt hlutverk uppi á sviði. Sagan er skrifuð fyrir börn en höfðar þó ekki síður til fullorðinna, enda höfum við jú öll gott af því að gleyma okkur stundum og hverfa inn í heim ævintýrannaHöfundur er M.A. í íslenskri málfræði og þýðandi Hnotubrjótsins og músakóngsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku flykktist fólk hvaðanæva af landinu í Hörpu að sjá Hnotubrjótinn í uppsetningu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og St. Petersburg Festival Ballet. Ungir sem aldnir – já, prúðbúin börn og misspenntir fylgifiskar, kátir listunnendur og aðrir áhugasamir gestir – trítluðu inn í Eldborgarsal til að sjá Maríu dansa við sinn ástkæra hnotubrjót og fylgjast með magnþrungnum bardaga músanna undir hrífandi tónlist Tchaikovskys. Jólagleði skein úr andlitum áhorfenda og eftir taktfast lófatak og nokkur pen húrrahróp héldu gestir aftur heim á leið, glaðir í bragði. Sjálf var ég enn á ungaaldri þegar ég kynntist undraheimi hnotubrjótsins en aðeins fjögurra ára sendi mamma mig í ballett. Að vísu var ég ekki ýkja hrifin af því uppátæki móður minnar í fyrstu þar; mér þótti jú einkar gott að sofa út og naut þess að vera komin í helgarfrí eftir fimm daga hasar á leikskólanum. Um tíma gafst mamma jafnvel upp á því að vekja mig snemma á laugardagsmorgnum og keyra mig upp í Mjódd, þar sem fjórtán litlar ballerínur æfðu plié og léku óskasteina af mikilli innlifun. Einn morguninn rauk ég þó á fætur og klæddi mig í fagurbleikan ballettbúning, sokkabuxur og hálftáskó, mömmu til mikillar undrunar. Ég bað hana að binda hvítt ballettpils utan um mig sem legið hafði ósnert inni í skáp frá því að ég fékk það í afmælisgjöf, og tilkynnti brosandi að nú væri ég sko á leiðinni í ballett. Hún brunaði með mig upp í ballettskóla og ég tiplaði borubrött inn. Eftir tímann komst mamma reyndar að því að umsjónarmenn Stundarinnar okkar, sem þá var í miklu uppáhaldi hjá mér, hefðu mætt í fylgd upptökumanna, sem mynduðu okkur ballerínurnar í bak og fyrir, og viku seinna sást ég sprikla um salinn í túbusjónvarpinu heima í stofu. Hvort sem það var tilviljun að ég skyldi einmitt hafa drifið mig þennan laugardagsmorgun eða hafi átt von á Ástu og Kela í heimsókn, þá mætti ég alla vega samviskusamlega þar eftir og næstu tólf ár. Ég tók snemma miklu ástfóstri við söguna um hnotubrjótinn og músakónginn og á sex ára afmælisdaginn gaf elsku amma mín mér myndbandsspólu með teiknimynd byggða á verkinu sem ég horfði aftur og aftur á. Ég kunni hana sennilega utan að þegar ballettskólinn setti sýninguna upp nokkrum árum síðar og ég flaug um Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu sem blómadís í fjólubláu tútú og táskóm. Líklega kannast flestir hér á landi við söguna, enda er Hnotubrjóturinn og músakóngurinn eitt vinsælasta jólaævintýri fyrr og síðar. Litskrúðugar persónur og töfraheimar þeirra gera verkið nær ódauðlegt en rúm tvö hundruð ár eru síðan það birtist fyrst á prenti. Ævintýrið er með þekktari verkum E. T. A. Hoffmanns og á marga vegu ákveðið tímamótaverk í bókmenntasögunni en þegar ég leitaði að því á íslensku greip ég í tómt. Já, þó ótrúlegt megi virðast, hafði verkið aldrei komið út í íslenskri þýðingu. Sem í draumi sá ég ömmu mína sálugu fyrir mér líta upp úr krossgátublaði sínu og horfa furðu lostin á mig úr gamla stólnum sínum. „Hvað segirðu? Getur það verið? Hvað á það nú að þýða?“ Rödd hennar söng inni í mér og eftir frekari eftirgrennslun og árangurslausa leit að íslenskri þýðingu, ákvað ég að láta slag standa og þýða ævintýrið. Þann 6. desember næstkomandi fagna ég því ekki einungis afmæli móður minnar heldur einnig útkomu nýrrar bókar. Ég þekkti söguna fyrst og fremst frá ballettnámi mínu en þó listdans sé magnað tjáningarform kom verk Hoffmanns mér stöðugt á óvart en inn í söguna tvinnast til dæmis annað ævintýri sem fær yfirleitt ekki stórt hlutverk uppi á sviði. Sagan er skrifuð fyrir börn en höfðar þó ekki síður til fullorðinna, enda höfum við jú öll gott af því að gleyma okkur stundum og hverfa inn í heim ævintýrannaHöfundur er M.A. í íslenskri málfræði og þýðandi Hnotubrjótsins og músakóngsins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar