Lilja Rafney segir tillögur stjórnarandstöðu hygla hinum ríku Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 18:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag. Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag.
Alþingi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira