Ívar: Kominn tími á ferskt blóð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 22:24 Ívar stýrði landsliðinu síðan árið 2014 vísir/daníel Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson. Körfubolti Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Sjá meira
Ívar Ásgrímsson kvaddi íslenska kvennalandsliðið í körfubolta í kvöld, hann stýrði liðinu í síðasta skipti í tíu stiga tapi gegn Bosníu í Laugardalshöll. Íslenska liðið leiddi nær allan fyrri hálfleikinn en náði ekki að halda út gegn sterku liði Bosníu og tapaði 74-84 í lokaleik undankeppni EM 2019. „Ég er stoltur með þennan leik. Mér fannst við vera að spila gríðarlega vel, boltaflæðið var gott og við vorum að fá fullt af flottum færum bæði inn í teig og fyrir utan teig,“ sagði Ívar í leikslok. „Við vorum að skapa okkur færi í dag sem að við gerðum ekki á móti Slóvakíu. Við hefðum þurft að vera með betri þriggja stiga nýtingu en við vorum að taka góð skot sem því miður duttu ekki niður. Það er kannski munurinn.“ „Það var mikið dæmt í þessum leik, ég held ég hafi aldrei áður séð lið fá fjórar eða fimm villur fyrir það að stíga út. Þær fóru oft á línuna og það kostaði okkur mikið. Það voru litlir hlutir sem kostuðu það að sigurinn datt þeirra en ekki okkar.“ Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í þessum leik en á móti Slóvakíu fyrir nokkrum dögum síðan þegar Ísland tapaði með þrjátíu stigum. „Boltaflæðið var betra og við vorum að finna fríu mennina, við vorum búin að fara yfir það á vídeói. Við vorum að þröngva sendingar á móti Slóvakíu og bakverðirnir voru að reyna að gefa yfir inn á Hildi. Núna fengum við aukasendinguna og síðan inn. Við vissum líka að þær yrðu tvær að dekka Helenu og við leystum það mjög vel.“ Undankeppninni er lokið og samningur Ívars runninn út. Hann ákvað að halda ekki áfram með liðið og tilkynnti KKÍ það fyrir þessa tvo leiki. „Þetta voru mínir síðustu leikir. Samningurinn var búinn og ég veit ekkert hvort ég hefði orðið endurráðinn eða ekki en ég taldi bara kominn tíma á breytingu.“ „Ég er búinn að vera lengi og ég held það þurfi ferskt blóð og aðeins að trukka þetta upp,“ sagði Ívar Ásgrímsson.
Körfubolti Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik