Vilja ekki fisk með plast í maganum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á. Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á.
Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira