Vilja ekki fisk með plast í maganum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á. Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á.
Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira