Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Samherji undirbýr skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 verður rætt við Eirík Jóhannsson, stjórnarformann Samherja, um málið en hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök.

Einnig segjum við frá viðbrögðum leikskólastjóra við tillögum Reykjavíkurborgar um að fjölga leikskólaplássum en þeir segja að fyrst þurfi að ráðast í mönnunarvanda á leikskólum. Aðeins 25 prósent starfsfólks á leikskóla séu menntaðir leikskólakennarar.

Við höldum áfram að fjalla um Brexit, fáum að vita meira um fyrirætlanir Jim Ratcliffe með kaupum á jörðum í Vopnafirði og förum yfir það helsta á þingi í dag.

Einnig förum við á minningarathöfn um transfólk sem haldið er í húsnæði Samtakanna '78 og hittum selinn Alex sem heillar ferðamenn við höfnina. Þetta og margt fleira í þéttum pakka kvöldfrétta á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×