Landsþekktar leikkonur bregða sér í hlutverk Klausturgengisins Stefán Árni Pálsson skrifar 30. nóvember 2018 13:00 Verkið verður flutt á mánudagskvöldið. Þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina í samtalinu. Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri en þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu en ekki liggur fyrir hvaða aðilar fara með hlutverk þingmannanna sex. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu tvo daga. „Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi,“ segir í tilkynningunni. Viðburðurinn verður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og verður öllum opinn og aðgangur ókeypis. Ef salurinn fyllist verður leiklestrinu einnig streymt í forsal leikhússins. Auk þess verður hægt að fylgjast með því streymi á netinu og verða upplýsingar um það birtar síðar. Húsið mun opna kl. 20:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. „Við höfum áður gert þetta í tengslum við Rannsóknarskýrslu Alþingis og Guð blessi Ísland,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.Konur í hlutverki karla „Þetta verk verður bara í takt við annað sem við höfum gert í svona málum og verður flutt eins og þetta kemur af kúnni. Okkur fannst viðeigandi að fá konur til að leiklesa karlmennina í samtalinu, sem varpar öðru ljósi á alvarleika orðanna sem þarna koma fram.“ Kristín segir að ákveðið hafi verið að fá sex leikara í verkefnið og munu þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina og síðan mun leikarinn Hilmar Guðjónsson tala fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. „Þetta verða valin atriði sem snúa að umræðunni um kjörinna fulltrúa og önnur atriði sem snú að almenningi. Verkið mun standa yfir í um eina klukkustund,“ segir Kristín en Borgarleikhúsið er í samstarfi við Stundina og hefur fengið aðgang að upptökunni sjálfri sem er yfir þriggja klukkustunda löng. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri en þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu en ekki liggur fyrir hvaða aðilar fara með hlutverk þingmannanna sex. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu. Eins og flestir vita var samtal þeirra tekið upp og hafa fjölmiðlar birt innihald þess síðustu tvo daga. „Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi,“ segir í tilkynningunni. Viðburðurinn verður á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu og verður öllum opinn og aðgangur ókeypis. Ef salurinn fyllist verður leiklestrinu einnig streymt í forsal leikhússins. Auk þess verður hægt að fylgjast með því streymi á netinu og verða upplýsingar um það birtar síðar. Húsið mun opna kl. 20:00 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega. „Við höfum áður gert þetta í tengslum við Rannsóknarskýrslu Alþingis og Guð blessi Ísland,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.Konur í hlutverki karla „Þetta verk verður bara í takt við annað sem við höfum gert í svona málum og verður flutt eins og þetta kemur af kúnni. Okkur fannst viðeigandi að fá konur til að leiklesa karlmennina í samtalinu, sem varpar öðru ljósi á alvarleika orðanna sem þarna koma fram.“ Kristín segir að ákveðið hafi verið að fá sex leikara í verkefnið og munu þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, og Þórunn Arna Kristjánsdóttir tala fyrir karlmennina og síðan mun leikarinn Hilmar Guðjónsson tala fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Samtal fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, við þingmenn Flokks fólksins náðist á upptöku sem DV og Stundin hafa undir höndum. „Þetta verða valin atriði sem snúa að umræðunni um kjörinna fulltrúa og önnur atriði sem snú að almenningi. Verkið mun standa yfir í um eina klukkustund,“ segir Kristín en Borgarleikhúsið er í samstarfi við Stundina og hefur fengið aðgang að upptökunni sjálfri sem er yfir þriggja klukkustunda löng.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“