Nágrannar fengu lögbann á fyrirhugað vistheimili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:54 Þingvað 35, þar sem fyrirhugað vistheimili átti að vera staðsett. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15
Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00
Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14
Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15