Gamli hafnargarðurinn orðinn veggklæðning Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. desember 2018 06:00 Grjót úr eldri hafnargarðinum öðlast nýtt líf sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2, einnar nýbyggingarinnar við Hafnartorg. Fréttablaðið/Ernir Minning hafnargarðanna, sem grafnir voru upp og fjarlægðir stein fyrir stein við Hafnartorg fyrir nokkrum árum, verður heiðruð í byggingunum sem þar hafa nú risið. Samkomulag náðist milli framkvæmdaaðila og Minjastofnunar um að gera minjunum þar hátt undir höfði. Í því felst meðal annars að grjóti úr eldri garðinum hefur verið breytt í veggflísar sem nú er verið að klæða anddyri einnar byggingarinnar við Hafnartorg með. Yngri garðurinn, sem friðlýstur var að undirlagi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, verður sýnilegur í bílakjallara hússins. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks sem reisir húsin við Hafnartorg, segir þetta nokkuð snjalla lausn. „Þetta er hluti af hönnun hússins og lausninni varðandi garðinn sem unnin var í samvinnu við Minjastofnun,“ segir Þorvaldur. Mikið fár varð í kringum uppgröftinn í gömlu höfninni. Tafir urðu á framkvæmdum, Sigmundur Davíð þurfti að segja sig frá ákvörðun um friðlýsingu og svo fór að Sigrún Magnúsdóttir tók ákvörðunina um friðlýsingu. Grjótið úr hafnargarðinum var svo fjarlægt stein fyrir stein, merkt og mælt í bak og fyrir en kostnaður við það nam hálfum milljarði.Friðlýsti hafnargarðurinn mun njóta sín í bílakjallara. Fréttablaðið/GVAAgnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, bendir á að um tvo hafnargarða hafi verið að ræða. Annars vegar var það stóri hafnargarðurinn sem lá þvert yfir lóðina sem mesta fjargviðrið varð út af og var friðlýstur sérstaklega. Og síðan eldri hafnargarður, sem var innar, einnig kallaður bólverk sem heimildir eru til um frá 1881. Sá er aldursfriðaður. Bólverkið var vel varðveitt undir landfyllingu, grjóthleðslan er öll úr tilhöggnu grjóti, ólíkt yngri hafnargarðinum. Grjót úr eldri hafnargarðinum hefur nú verið sagað í flísar og notað sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2 á Hafnartorgi, þar sem skrifstofur Fréttablaðsins eru til húsa og glöggur blaðamaður bar kennsl á grjótið. „Samkomulagið var að sá garður yrði ekki settur aftur upp á sinn stað heldur nýttur í svona vegg. Þannig að minningin um hann yrði varðveitt í húsinu,“ segir Agnes. Samþykkt var að hinn garðurinn sem friðlýstur var yrði tekinn niður, í stað þess að byggja hann upp og gera bílakjallarann ónothæfan. „Það verða steinar úr honum settir í gólfið og einhver hluti af honum hlaðinn upp þar sem því verður komið við.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Ríkissjóður mun ekki þurfa að greiða 600 milljóna króna reikning vegna varðveislu gamals hafnargarðs í Reykjavík. Þetta segir forstöðumaður Minjastofnunar sem kveður hluta garðsins verða komið fyrir í kjallara nýs verslunarhúss. 14. október 2016 07:00 Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Minning hafnargarðanna, sem grafnir voru upp og fjarlægðir stein fyrir stein við Hafnartorg fyrir nokkrum árum, verður heiðruð í byggingunum sem þar hafa nú risið. Samkomulag náðist milli framkvæmdaaðila og Minjastofnunar um að gera minjunum þar hátt undir höfði. Í því felst meðal annars að grjóti úr eldri garðinum hefur verið breytt í veggflísar sem nú er verið að klæða anddyri einnar byggingarinnar við Hafnartorg með. Yngri garðurinn, sem friðlýstur var að undirlagi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, verður sýnilegur í bílakjallara hússins. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks sem reisir húsin við Hafnartorg, segir þetta nokkuð snjalla lausn. „Þetta er hluti af hönnun hússins og lausninni varðandi garðinn sem unnin var í samvinnu við Minjastofnun,“ segir Þorvaldur. Mikið fár varð í kringum uppgröftinn í gömlu höfninni. Tafir urðu á framkvæmdum, Sigmundur Davíð þurfti að segja sig frá ákvörðun um friðlýsingu og svo fór að Sigrún Magnúsdóttir tók ákvörðunina um friðlýsingu. Grjótið úr hafnargarðinum var svo fjarlægt stein fyrir stein, merkt og mælt í bak og fyrir en kostnaður við það nam hálfum milljarði.Friðlýsti hafnargarðurinn mun njóta sín í bílakjallara. Fréttablaðið/GVAAgnes Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun, bendir á að um tvo hafnargarða hafi verið að ræða. Annars vegar var það stóri hafnargarðurinn sem lá þvert yfir lóðina sem mesta fjargviðrið varð út af og var friðlýstur sérstaklega. Og síðan eldri hafnargarður, sem var innar, einnig kallaður bólverk sem heimildir eru til um frá 1881. Sá er aldursfriðaður. Bólverkið var vel varðveitt undir landfyllingu, grjóthleðslan er öll úr tilhöggnu grjóti, ólíkt yngri hafnargarðinum. Grjót úr eldri hafnargarðinum hefur nú verið sagað í flísar og notað sem veggklæðning í anddyri Kalkofnsvegar 2 á Hafnartorgi, þar sem skrifstofur Fréttablaðsins eru til húsa og glöggur blaðamaður bar kennsl á grjótið. „Samkomulagið var að sá garður yrði ekki settur aftur upp á sinn stað heldur nýttur í svona vegg. Þannig að minningin um hann yrði varðveitt í húsinu,“ segir Agnes. Samþykkt var að hinn garðurinn sem friðlýstur var yrði tekinn niður, í stað þess að byggja hann upp og gera bílakjallarann ónothæfan. „Það verða steinar úr honum settir í gólfið og einhver hluti af honum hlaðinn upp þar sem því verður komið við.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Ríkissjóður mun ekki þurfa að greiða 600 milljóna króna reikning vegna varðveislu gamals hafnargarðs í Reykjavík. Þetta segir forstöðumaður Minjastofnunar sem kveður hluta garðsins verða komið fyrir í kjallara nýs verslunarhúss. 14. október 2016 07:00 Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Borga ekki krónu fyrir gamla hafnargarðinn Ríkissjóður mun ekki þurfa að greiða 600 milljóna króna reikning vegna varðveislu gamals hafnargarðs í Reykjavík. Þetta segir forstöðumaður Minjastofnunar sem kveður hluta garðsins verða komið fyrir í kjallara nýs verslunarhúss. 14. október 2016 07:00
Kostnaður við að færa hafnargarðana um 500 milljónir króna „Þetta endar á skattborgurum,“ segir forstjóri Landstólpa sem segir fyrirtækið einnig ætla að sækja um bætur vegna tafa. 17. desember 2015 14:11