Körfubolti

Þakka Grindvíkingum fyrir fagmennsku og samhug þegar Þóra Kristín meiddist

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þóra Kristín Jónsdóttir.
Þóra Kristín Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm
Íslenska landsliðskonan Þóra Kristín Jónsdóttir meiddist í bikarleik Hauka og Grindavíkur í gær og í fyrstu var óttast að um mjög alvarleg meiðsli væru að ræða.

Í morgun fengu Haukar og íslenska landsliðið betri fréttir þegar í ljós kom að Þóra Kristín hafði ekki slitið hásin eins og óttast var í fyrstu.

Haukarnir vildi koma á framfæri þakklæti til þjálfarateymis og starfsmanna liðs Grindavíkur og settu þakkarkveðju inn á fésbókarsíðu sína.

„Þegar leikmaður Hauka, Þóra Kristín Jónsdóttir, meiddist undir lok leiks stukku þessir aðila inná völlinn og hlúðu að Þóru, sýndu þeir af sér mikla fagmennsku og samhug,“ segir í tilkynningu Hauka.

„Meiðsli Þóru eru að öllum líkindum ekki eins alvarleg og var í fyrstu talið en stjórnin vill nota tækifærið og óska Þóru góðan bata,“ segir ennfremur í færslu Körfuknattleiksdeildar Hauka sem má sjá hér fyrir neðan.



Þóra Kristín Jónsdóttir var komin með 25 stig, 6 fráköst og 5 stolna bolta þegar hún meiddist en í Domino´s deildinni í vetur er þessi 21 árs gamli leikstjórnandi með 13,5 stig, 6,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×