Innlent

Lilja Alfreðsdóttir sagði frá kirkjum og klaustrum

Sighvatur Jónsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fræddi gesti Þjóðminjasafnsins í dag um sögur af kirkjum og klaustrum.

Þjóðminjasafnið hefur fagnað 100 ára fullvelidsafmæli Íslands með því að bjóða þjóðþekktum einstaklingum að lóðsa gesti um sýningar safnsins. Í dag var komið að Lilju Alfreðsdóttur að segja frá hátíðarsýningu um kirkjur og klaustur landsins.

Lilja sýndi gestum meðal annars sýninguna „Leitin að klaustrunum“, rannsóknarverkefni Steinunnar Kristjánsdóttur, þar sem hulunni er svipt af gleymdum klaustrum og sögu þeirra.

Lilja segist sjá skýra tengingu milli sagna af gömlum klaustrum og stjórnmálabaráttu dagsins í dag um uppbyggingu samfélagsins.

„Til dæmis þessi barátta veraldlegu höfðingjanna við Róm til að ná í aukið fé til að tryggja innviði samfélagsins eins og heilsugæslu, menntun, menningu og fræðslu,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×