Innlent

Þurfum að byggja meira úr timbri en steypu

Sighvatur Jónsson skrifar
Íslenskir verktakar þurfa að byggja meira úr timbri, segir framkvæmdastjóri félagsins Grænni byggð. Kolefnisspor timburs sé mun minna en steypu. Einnig megi líta til umhverfisvænni steypu en nú er notuð.

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins Grænni byggð, segir að þrátt fyrir innflutning á timbri sé kolefnisspor þess byggingarefnis mun minna en steypu.

Þórhildur nefnir sem dæmi prufuverkefni um umhverfisvæna steypu við Búrfellsvirkjun þar sem notað var bindiefni sem losar minna magn af koltvísýringi en sement gerir. Slík steypa sé mikið notuð í Noregi en ekki enn hér á landi.

Hún gagnrýnir að íslensk stjórnvöld líti nær ekkert til byggingariðnaðarins varðandi aðgerðir í loftslagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×