Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 21:00 Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann. Kjaramál Persónuvernd Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Halldór Oddson, lögfræðingur ASÍ, telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt. Allir kjarasamningar gera ráð fyrir að starfsfólk tilkynni veikindi sín til næsta yfirmanns og framvísi læknisvottorði ef þess er óskað. Á almennum vinnumarkaði ávinnur fólk sér tvo veikindadaga í mánuði, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi. Samkvæmt ábendingu sem kom frá stéttarfélaginu AFL hefur verið að færast í vöxt að starfsfólk sé boðað í viðtal og skoðun há trúnaðarlækni atvinnurekenda síns til að meta ástand og fá upplýsingar um heilsu. AFL er undir hatti ASÍ og segist Halldór Oddson lögfræðingur einnig finna fyrir aukningu á þessu útspili atvinnurekenda. „Hinn yfirlýsti tilgangur fyrir atvinnurekendur er að gæta sinna hagsmuna. Því þetta er þeirra trúnaðarlæknir. Tilgangurinn getur varla verið annað en að tortryggja veikindarétt starfsfólk. Sem er slæmt mál. Þessi aukning sem við sjáum ber kannski þess merki að það sé verið að gera það í auknu mæli,“ segir hann. Hann bendir á að upplýsingar um veikindi eða sjúkdóma sem fólk glímir við er eingöngu fyrir það sjálft. Atvinnurekendur eigi bara rétt á að vita hvort fólk sé vinnufært eða ekki. Það sé því starfsmanna að velja sinni eigin lækni, ekki yfirmanna þeirra. Það séu gömul ákvæði í ákveðnum kjarasamningum varðandi þetta en það stangist á við nútímann. „Við teljum það einsýnt, eins og þróun hefur verið í þessum málum, við erum komin með lög um réttindi sjúklinga og aukin rétt í persónuvernd og fleira. Þá teljum við þessi ákvæði vera marklaus með öllu. Við teljum starfsfólk ekki bundið að því að heimsækja trúnaðarlækni að beiðni sinna atvinnurekenda,“ segir hann.
Kjaramál Persónuvernd Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira