Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2018 09:49 Heimir Hallgrímsson var sjö ár með íslenska karlalandsliðinu en nú tekur við öðruvísi áskorun vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira